Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 15:00 Helder Costa og félagar í Leeds United fagna marki. Getty/George Wood Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira
Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Sjá meira