„Jólin koma þegar lyktin kemur“ Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:15 Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“ Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Skötuát er langt frá því að vera deyjandi siður. Fjöldi fólks lagði sér þetta sjávarfang til munns í dag og tók fréttastofa nokkra þeirra tali. Hér á öldum áður var til siðs að fasta fyrir jólin. Sem mestur munur átti að vera á föstumat og jólakræsingum. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti á Þorláksmessu og í því sambandi skötuát borist víða um land frá Vestfjörðum. Á Hrafnistu lagði á annað hundrað manns sér skötu til munns og lét vel að. Á Ölveri komu saman íbúar Laugardals og létu ekki sitt eftir liggja í að viðhalda þessum sið. „Á þessum degi finnst mér mjög skemmtilegt að fara og fá mér skötuna,“ sagði Laufey Björg Sigurðardóttir arkitekt sem var ein þeirra sem gæddi sér á skötu í dag. Feðginin Bjarni og Hulda voru hæstánægð með skötuna.Vísir Hulda Bjarnadóttir, fyrrum útvarpskona og skötuunnandi, tók í sama streng og sagði skötuna góða svo lengi sem það væri nóg af kartöflum með. Faðir hennar, Bjarni Sveinsson, var hæstánægður með veitingarnar. „Þetta er algjörlega frábært. Tindabikkjan, skatan, saltfiskurinn, rúgbrauðið – þetta er allt saman fyrsta klassa.“ Hann gefur lítið fyrir tal um vonda lykt sem fylgir skötuveislum og segir margt verra en skötulykt. „Bara sætta sig við það. Það er ólykt víðar heldur en af skötunni í umhverfinu,“ sagði Bjarni. Rakel Garðarsdóttir var einnig á meðal þeirra sem fengu sér skötu í tilefni dagsins og var hæstánægð. Hún segir einfalt að forðast það að lykta eins og skata allan daginn. „Maður bara mætir í skötufötum, svo fer maður heim í kjólinn og fær sér jólabjórinn í kvöld.“ Þá var handboltakempan Sigurður Sveinsson svo sannarlega kominn í jólaskapið eftir skötuveisluna á Ölver í dag, þá sérstaklega út af lyktinni. „Þetta er yndisleg lykt, það er ekkert að henni. Jólin koma þegar lyktin kemur, það er málið.“
Jól Jólamatur Matur Reykjavík Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira