Toppliðið í enska hefur aðeins einu sinni áður unnið stærri sigur á liðinu í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 13:00 Mario Balotelli fagnar frægu marki sínu í 6-1 sigri Manchester City á Manchester United í október 2011. Getty/Matthew Peters Liverpool vann fjögurra marka stórsigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og jók um leið forskot sitt á toppnum upp í þrettán stig. Stærð sigursins er merkileg í sögulegu samhengi. Aðeins einu sinni áður hefur topplið ensku úrvalsdeildarinnar unnið stærri sigur á liðinu sem var á þeim tíma í öðru sætinu. Til að finna stærri sigur þarf að fara aftur til ársins 2011 þegar Manchester City vann frægan 6-1 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í október. Sigur Manchester City á United 23. október 2011 var einnig stórsigur á útivelli eins og sá hjá Liverpool í gærkvöldi. Manchester City var með tveggja stiga forystu á Manchester United fyrir leikinn en United var ríkjandi meistari og á heimavelli þannig að margir bjuggust við öflugri frammistöðu frá heimamönnum. Annað kom hins vegar á daginn. Einn leikmaður spilaði í tapliðinu í báðum leikjum en Jonny Evans, sem var í vörn Leicester City í gær, fékk rauða spjaldið á 47. mínútu í 6-1 tapinu fyrir Manchester City fyrir meira en átta árum síðan. #OnThisDay in 2011: Why Always Me? Mario Balotelli helps Manchester City destroy United 6-1 in the derby.#MCFCpic.twitter.com/fWsp1FHJwY— B/R Football (@brfootball) October 23, 2015 Þá var staðan 1-0 fyrir Manchester City eftir mark frá Mario Balotelli á 22. mínútu leiksins. Mario Balotelli bætti við öðru marki sínu og öðru marki City á 60. mínútu og níu mínútum síðar var Sergio Agüero búinn að skora þriðja markið. Darren Fletcher minnkaði muninn í 3-1 á 81. mínútu en City liðið skoraði síðan þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Þau mörk skoruðu þeir Edin Dzeko (2) og David Silva. 10. Mario Balotelli- 'Why always me' received 1,674 votes. Full top 10 results here: https://t.co/65qaZriW1ipic.twitter.com/kTbcrwU2Sg— Sky Sports (@SkySports) August 22, 2015 Mario Balotelli stal fyrirsögnunum eftir leikinn með „Why always me?“ bolnum sínum sem hann sýndi heiminum eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Manchester City vann síðan ensku úrvalsdeildina á markamun en bæði Manchester liðin enduðu með 89 stig. City var með átta mörkum betri markatölu sem þýðir að ef City hefði unnið fyrrnefndan leik með einu marki í stað fimm þá hefði Manchester United unnið ensku úrvalsdeildina þetta vor. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira
Liverpool vann fjögurra marka stórsigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og jók um leið forskot sitt á toppnum upp í þrettán stig. Stærð sigursins er merkileg í sögulegu samhengi. Aðeins einu sinni áður hefur topplið ensku úrvalsdeildarinnar unnið stærri sigur á liðinu sem var á þeim tíma í öðru sætinu. Til að finna stærri sigur þarf að fara aftur til ársins 2011 þegar Manchester City vann frægan 6-1 sigur á nágrönnum sínum í Manchester United í október. Sigur Manchester City á United 23. október 2011 var einnig stórsigur á útivelli eins og sá hjá Liverpool í gærkvöldi. Manchester City var með tveggja stiga forystu á Manchester United fyrir leikinn en United var ríkjandi meistari og á heimavelli þannig að margir bjuggust við öflugri frammistöðu frá heimamönnum. Annað kom hins vegar á daginn. Einn leikmaður spilaði í tapliðinu í báðum leikjum en Jonny Evans, sem var í vörn Leicester City í gær, fékk rauða spjaldið á 47. mínútu í 6-1 tapinu fyrir Manchester City fyrir meira en átta árum síðan. #OnThisDay in 2011: Why Always Me? Mario Balotelli helps Manchester City destroy United 6-1 in the derby.#MCFCpic.twitter.com/fWsp1FHJwY— B/R Football (@brfootball) October 23, 2015 Þá var staðan 1-0 fyrir Manchester City eftir mark frá Mario Balotelli á 22. mínútu leiksins. Mario Balotelli bætti við öðru marki sínu og öðru marki City á 60. mínútu og níu mínútum síðar var Sergio Agüero búinn að skora þriðja markið. Darren Fletcher minnkaði muninn í 3-1 á 81. mínútu en City liðið skoraði síðan þrjú mörk á lokamínútum leiksins. Þau mörk skoruðu þeir Edin Dzeko (2) og David Silva. 10. Mario Balotelli- 'Why always me' received 1,674 votes. Full top 10 results here: https://t.co/65qaZriW1ipic.twitter.com/kTbcrwU2Sg— Sky Sports (@SkySports) August 22, 2015 Mario Balotelli stal fyrirsögnunum eftir leikinn með „Why always me?“ bolnum sínum sem hann sýndi heiminum eftir fyrsta markið sitt í leiknum. Manchester City vann síðan ensku úrvalsdeildina á markamun en bæði Manchester liðin enduðu með 89 stig. City var með átta mörkum betri markatölu sem þýðir að ef City hefði unnið fyrrnefndan leik með einu marki í stað fimm þá hefði Manchester United unnið ensku úrvalsdeildina þetta vor.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjá meira