Tiger vann sinn leik en bandaríska liðið er 4-1 undir í Forsetabikarnum: „Þetta er ekki búið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 08:15 Tiger Woods og Fred Couples voru áhyggjufullir á blaðamannafundi eftir fyrsta daginn. Getty/Darrian Traynor Alþjóðlega liðið er komið í 4-1 eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en keppnin hófst í Ástralíu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í heil fjórtán ár þar sem alþjóðlega liðið tekur forystuna í Forsetabikarnum en bandaríska liðið hefur unnið þennan bikar allar götur síðan á síðustu öld. Fyrir tveimur árum vann alþjóðlega liðið aðeins tvo leiki í allri keppninni en þeir hafa þegar unnið tvisvar sinnum fleiri leik í ár og það þótt aðeins sé búinn fyrsti dagur af fjórum. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og tók þátt í fjórleiknum á fyrsta degi. Tiger lék með Justin Thomas og þeir unnu þá Joaquín Niemann og Marc Leishman í alþjóðlega liðinu með sannfærandi hætti. Tiger fékk fugl á fyrstu tveimur holunum og bandaríska tvíeykið var yfir allan tímann. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn þegar þrjár holur voru eftir en þá voru Tiger Woods og Justin Thomas fjórum höggum yfir. The #USTeam may have had a slow start, but Captain @TigerWoods and his team have their eyes set on the remaining 25 points up for grabs. pic.twitter.com/pANezC2QLx— Presidents Cup (@PresidentsCup) December 12, 2019 Vandræðin voru öll hjá lærisveinum Tigers því allir hinir kylfingarnir í bandaríska liðunu voru í vandræðum og bandaríska liðið tapaði öllum hinum fjórum fjórleikjunum. Það er aðeins búið að keppa um 5 stig af 30 og það er því enn nóg eftir í keppninni sem er sýnd beint á Stöð 2 Golf. „Við þurfum að fara út á völl og vinna fyrir bikarnum. Þetta er ekki búið og það er nóg eftir enn. Þetta er löng vika,“ sagði Tiger Woods sem er ekki búinn að gefast upp. 12 af 24 bestu kylfingum heims eru í liði Bandaríkjanna og þar eru því nóg af hæfileikum til þess að snúa þessu við. Það fylgir samt sögunni að lið sem hefur komist þremur yfir eftir fyrsta dag hefur aldrei tapað í sögu Forsetabikarsins og reyndar ekki í sögu Ryder-bikarsins heldur.Fjórleikir fimmtudagsins í Forsetabikarnum Niemann/Leishman 4 & 3 Woods/Thomas Im/Hadwin 1 yfir Cantlay/Schauffele An/Scott 2 & 1 Finau/DeChambeau Pan/Matsuyama 1 yfir Reed/Simpson Oosthuizen/Ancer 4 & 3 Woodland/JohnsonStaðan: Alþjóðlega liðið 4-1 Bandaríkin Keppnin í dag hefst á miðnætti á Stöð 2 Golf. Í dag verður keppt í fjórmenningi. Golf Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Alþjóðlega liðið er komið í 4-1 eftir fyrsta daginn í Forsetabikarnum í golfi en keppnin hófst í Ástralíu í nótt. Þetta er í fyrsta sinn í heil fjórtán ár þar sem alþjóðlega liðið tekur forystuna í Forsetabikarnum en bandaríska liðið hefur unnið þennan bikar allar götur síðan á síðustu öld. Fyrir tveimur árum vann alþjóðlega liðið aðeins tvo leiki í allri keppninni en þeir hafa þegar unnið tvisvar sinnum fleiri leik í ár og það þótt aðeins sé búinn fyrsti dagur af fjórum. Tiger Woods er fyrirliði bandaríska liðsins og tók þátt í fjórleiknum á fyrsta degi. Tiger lék með Justin Thomas og þeir unnu þá Joaquín Niemann og Marc Leishman í alþjóðlega liðinu með sannfærandi hætti. Tiger fékk fugl á fyrstu tveimur holunum og bandaríska tvíeykið var yfir allan tímann. Þeir tryggðu sér síðan sigurinn þegar þrjár holur voru eftir en þá voru Tiger Woods og Justin Thomas fjórum höggum yfir. The #USTeam may have had a slow start, but Captain @TigerWoods and his team have their eyes set on the remaining 25 points up for grabs. pic.twitter.com/pANezC2QLx— Presidents Cup (@PresidentsCup) December 12, 2019 Vandræðin voru öll hjá lærisveinum Tigers því allir hinir kylfingarnir í bandaríska liðunu voru í vandræðum og bandaríska liðið tapaði öllum hinum fjórum fjórleikjunum. Það er aðeins búið að keppa um 5 stig af 30 og það er því enn nóg eftir í keppninni sem er sýnd beint á Stöð 2 Golf. „Við þurfum að fara út á völl og vinna fyrir bikarnum. Þetta er ekki búið og það er nóg eftir enn. Þetta er löng vika,“ sagði Tiger Woods sem er ekki búinn að gefast upp. 12 af 24 bestu kylfingum heims eru í liði Bandaríkjanna og þar eru því nóg af hæfileikum til þess að snúa þessu við. Það fylgir samt sögunni að lið sem hefur komist þremur yfir eftir fyrsta dag hefur aldrei tapað í sögu Forsetabikarsins og reyndar ekki í sögu Ryder-bikarsins heldur.Fjórleikir fimmtudagsins í Forsetabikarnum Niemann/Leishman 4 & 3 Woods/Thomas Im/Hadwin 1 yfir Cantlay/Schauffele An/Scott 2 & 1 Finau/DeChambeau Pan/Matsuyama 1 yfir Reed/Simpson Oosthuizen/Ancer 4 & 3 Woodland/JohnsonStaðan: Alþjóðlega liðið 4-1 Bandaríkin Keppnin í dag hefst á miðnætti á Stöð 2 Golf. Í dag verður keppt í fjórmenningi.
Golf Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira