Segir viðmið í lögreglunáminu frjálslegri en víða þegar kemur að veikindum eða kvillum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 16:00 Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna Vísir/Vilhelm Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Viðmið í lögreglunám á Íslandi eru byggð á viðmiðum Norðurlandanna en eru þó nokkuð frjálslegri, að því marki að hér á landi er einstaklingsbundið mat framkvæmt í stað þess að beita algjörri útilokun þegar kemur að ákveðnum veikindum eða kvillum. Síðustu daga hafa umsækjendur í starfsnám í lögreglufræðum stigið fram og sagt frá því að þeir hafi ekki fengið inngöngu í námið af því að þeir eru á kvíðalyfjum. Dómsmálaráðherra ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær og sagðist ætla að beina því til embættis ríkislögreglustjóra að endurskoða viðmið fyrir inngöngu í námið. Umsækjendur eigi rétt á einstaklingsbundnu mati. Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir viðmiðin endurskoðuð árlega af teymi sérfræðilækna og þau séu í samræmi við viðmiðin á Norðurlöndunum. Hér á landi er þó gefinn kostur á að skila sérfræðivottorði ef umsækjandi er með áhættuþætti og hér sé því nú þegar framkvæmt einstaklingsbundið mat, eins og ráðherra leggur til. „Það er svoleiðis í dag - metum hvert tilfelli út af fyrir sig. Það er ekki þannig á norðurlöndunum, það er það sem ég á við þegar ég tala um stífari viðmið þar , útilokandi þættir hér og þar. Ekki gefið tækifæri á að skila vottorði. Veit ekki af hverju þetta er svona á norðurlöndum og okkur fannst þetta stíf viðmið. “ Umsækjendur þurfa aftur á móti að afla sér sjálfir gagna og segir Ólafur það geta verið nokkuð erfitt, þar sem tíminn er naumur og bið getur verið hjá læknum, t.d geðlæknum. Nú sé í vinnslu að auðvelda ferlið. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig hægt er að auðvelda umsækjendum, þannig að þeir fái þessar upplýsingar fyrr og við erum búnir að ætlum að gera myndband með leiðbeiningum um hvernig hægt er að fylla út þessi vottorð og hver eru þá næstu skref, ef maður er t.d. með háan blóðþrýsting hvað maður eigi að gera, þannig að þetta sé skýrt gagnvart umsækjendum, þannig að þeir geti verið búnir að afla þessara gagna áður en umsóknarfrestur líður.“ Þannig er það möguleiki á Íslandi að komast í námið þrátt fyrir að vera til dæmis á kvíðalyfjum. Sérfræðivottorðið þarf þó að vera til staðar þar sem staðfest er að kvillinn eða veikindin muni ekki hamla fólki í lögreglustarfi. „Samkvæmt viðmiðunum á þetta að vera möguleiki að viðkomandi skili inn sérfræðivottorði og verði þá metinn hæfur, uppfylli þessi læknisfræðiskilyrði.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. 18. desember 2019 17:03
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15
Segir rangt að fólk með ADHD sé útilokað frá lögreglunni Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir reglur um einstaklinga með ADHD innan lögreglunnar ekki hafa verið hertar. 19. ágúst 2019 20:30