Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 17:02 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira