Fjárlaganefnd óskar svara um starfslokasamning Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. desember 2019 11:57 Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis hefur óskað eftir svörum frá dómsmálaráðherra um starfslokasamning ríkislögreglustjóra. Nefndin vill meðal annars vita hvernig samningurinn sé fjármagnaður og hver heildarupphæðin sé. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, óskaði í gær eftir því að starfslokasamningur sem dómsmálaráðherra gerði við ríkislögreglustjóra yrði tekinn fyrir í fjárlaganefnd. Sagði hann upphæðirnar það háar að eðlilegt væri að fjárveitingarvaldið tæki málið til skoðunar. „Eins fréttir hafa verið, af tveggja ára samningi á launum sem slaga upp í tvær milljónir á mánuði, það finnst mér bara í óhófi og í engu samræmi við íslenskan veruleika," sagði Ágúst Ólafur í gær. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar segir nefndina hafa sent fyrirspurn á dómsmálaráðherra. „Við spyrjum út í það hvernig ætlunin er að fjármagna samninginn og kostnaðarmat samningsins. Eins að fá formlega staðfestar lagaheimildir á bak við samninginn," segir Willum. Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri.Vísir/VilhelmEftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lætur af embætti um áramótin verður fær hann fullar launagreiðslur í 27 mánuði. Inni í því eru þriggja mánaða ráðgjafastörf í byrjun næsta árs, orlof, biðlaun og greiðslur samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. En miðað við mánaðarlaun upp á 1.750 þúsund hljóðar heildarfjárhæðin upp á 47 milljónir króna. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt starfslokasamninginn og sagði hann í fréttum Stöðvar 2 í gær að opinberir starfsmenn ættu ekki að njóta slíkra sérkjara. Willum segist ekki ætla tjá sig um efni samningsins fyrr en svör liggja fyrir. „Ég held að það sé nú bara eðlilegt að bíða og sjá hvað í þessu felst áður en ég fer að úrskurða um það. En þetta er auðvitað staða sem ráðherrann stóð frammi fyrir og mér sýnist ráðherra vera að leysa þetta farsællega," segir Willum. Hann gerir ráð fyrir að svör berist síðar í dag eða á morgun. „Þá metum við svörin, fjöllum um það í nefndinni og tökum einhverja ákvörðun út frá því," segir Willum.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Sjá meira