Verkalýðshreyfingin áberandi í mótmælunum á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 14:35 Alls koma tólf samtök að mótmælaaðgerðunum í dag. Vísir/Stefán Óli Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Innlent Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira
Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli
Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Innlent Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Erlent „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira