Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. vísir/vilhelm Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent