Lagði spænska ríkið með sex börn á götunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. nóvember 2019 08:15 Lögreglan í Madríd ber fólk út af heimilum sínum. Nordicphotos/Getty Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað spænskum yfirvöldum að greiða einstæðri sex barna móður bætur fyrir ólögmæta brottvísun af heimili þeirra í höfuðborginni Madríd. Tugþúsundum Spánverja hefur verið vísað af heimilum sínum síðan í bankakreppunni sem hófst árið 2008. Mariel Viviana Lopez Alban kærði spænska ríkið til nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í júnímánuði árið 2018 fyrir að meina henni að leita réttar síns. Alban hafði borgað óprúttnum aðila leigu í ár af umræddri íbúð, en sá hinn sami reyndist ekki vera eigandinn. Raunverulegur eigandi íbúðarinnar krafðist brottvísunar en nefnd Sameinuðu þjóðanna hafði óskað eftir frestun á því á meðan mál konunnar leystist. Þegar Alban sótti um félagslega íbúð var henni neitað á grundvelli þess að hún hefði stundað hústöku. Í kjölfarið ruddust lögreglumenn í óeirðabúningi inn á heimili hennar og báru fjölskylduna út. Síðan þá hefur fjölskyldan þvælst á milli neyðarskýla. Í kærunni sagði Alban að börnin hennar hefðu reglulega fengið kvíðaköst vegna ástandsins. Nefndin, sem hefur engar beinar valdheimildir, úrskurðaði að neitun spænskra yfirvalda um félagslegt húsnæði stæðist ekki sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að bæta Alban tjónið bæri þeim að uppfæra löggjöfina innan hálfs árs. Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa skipað spænskum yfirvöldum að greiða einstæðri sex barna móður bætur fyrir ólögmæta brottvísun af heimili þeirra í höfuðborginni Madríd. Tugþúsundum Spánverja hefur verið vísað af heimilum sínum síðan í bankakreppunni sem hófst árið 2008. Mariel Viviana Lopez Alban kærði spænska ríkið til nefndar Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í júnímánuði árið 2018 fyrir að meina henni að leita réttar síns. Alban hafði borgað óprúttnum aðila leigu í ár af umræddri íbúð, en sá hinn sami reyndist ekki vera eigandinn. Raunverulegur eigandi íbúðarinnar krafðist brottvísunar en nefnd Sameinuðu þjóðanna hafði óskað eftir frestun á því á meðan mál konunnar leystist. Þegar Alban sótti um félagslega íbúð var henni neitað á grundvelli þess að hún hefði stundað hústöku. Í kjölfarið ruddust lögreglumenn í óeirðabúningi inn á heimili hennar og báru fjölskylduna út. Síðan þá hefur fjölskyldan þvælst á milli neyðarskýla. Í kærunni sagði Alban að börnin hennar hefðu reglulega fengið kvíðaköst vegna ástandsins. Nefndin, sem hefur engar beinar valdheimildir, úrskurðaði að neitun spænskra yfirvalda um félagslegt húsnæði stæðist ekki sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Auk þess að bæta Alban tjónið bæri þeim að uppfæra löggjöfina innan hálfs árs.
Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira