Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. október 2019 10:15 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar