Orkusækinn iðnaður skapar mikinn þjóðhagslegan ávinning Ingólfur Bender skrifar 16. október 2019 08:30 Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Stóriðja Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun