Sendiherra Kína segir mikinn árangur hafa náðst í sjötíu ára sögu Alþýðulýðveldisins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. október 2019 18:45 Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Risavaxin hersýning fór fram í Peking í dag þar sem sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína var fagnað. Eldflaugar, þyrlur, drónar og skriðdrekar voru meðal annars til sýnis. En afmælinu var fagnað víðar en í höfuðborginni einni. Fólk kom til að mynda saman í sendiráði Kína á Íslandi, gæddi sér á veitingum og hlýddi á ræðu Jin Zhijian sendiherra.Bjartsýnn á frekari árangur Í samtali við fréttastofu sagði hann gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu sjötíu árin. Kína sé meðal annars stærsta framleiðsluland heims. Það sé meðal annars vegna þess að opnað hefur verið fyrir milliríkjaviðskipti. Þeirri stefnu hafi verið framfylgt í rúm fjörutíu ár. „Og ég tel líka að stjórn kínverska Kommúnistaflokksins hafi skipt miklu máli.“ Jin segist fullviss um að hægt verði að ná meiri árangri á næstu sjötíu árum. Samstarfið við Ísland sé gott og framtíð þess samstarfs björt. Til dæmis á sviði jarðhitanýtingar og nýsköpunar. Þá segir hann að ástæðan fyrir mikilli hernaðaruppbyggingu Kínverja sé þessi: „Markmiðið er mjög einfalt. Kína er stór þjóð. Við þurfum að hafa nægan herafla til að vernda landsvæði og vernda hagsmuni Kínverja.“ Einnig vilji Kínverjar leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Hernaðaraflið sé ekki notað í innrásir.Þörf á samhljómi í Hong Kong Sendiherrann segir stjórnvöld í Hong Kong hafa ýmis tækifæri til þess að ná saman við mótmælendur. en einn harðasti dagurinn í fjögurra mánaða rimmu lögreglunnar í Hong Kong og mótmælenda var í dag, á afmælisdegi Alþýðulýðveldisins. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman í nær öllum hverfum borgarinnar og mótmælti því sem mótmælendur segja að séu vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á þessu sjálfstjórnarsvæði. Blátt bann var sett við mótmælum í dag vegna þjóðhátíðarinnar og brást lögregla við af mikilli hörku. 31 særðist í átökunum er lögregla skaut táragasi og mótmælendur bensínsprengjum. Í fyrsta sinn frá því mótmælin hófust skaut lögregla mann með hefðbundinni byssukúlu. Sá liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi. Á annað hundrað mótmælenda voru handteknir í dag. „Sumir mótmælendur hafa brotið lögin í þjóðfélaginu,“ segir Jin og bætir því við að mikilvægt sé að skapa stöðugleika. Mikilvægt sé að héraðsstjórnin í Hong Kong nái samtali við mótmælendur til þess að finna samhljóm.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00 Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45 Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Alþýðulýðveldið Kína fagnar sjötugsafmæli á morgun Kínverjar minntust píslarvotta byltingarinnar í dag en fagna afmælinu sjálfu á morgun. 30. september 2019 19:00
Drekinn sýnir klærnar Kínverski herinn sýndi nýjustu vopn sín og í morgun í tilefni af 70 ára afmælis Alþýðulýðveldis Kína. 1. október 2019 09:45
Mótmælandi skotinn af lögreglu í Hong Kong Lögregluþjónar í Hong Kong hafa skotið mótmælanda og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist eftir margra mánaða mótmæli. 1. október 2019 10:15