Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. október 2019 18:30 Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni í gær. Er hann grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi. Konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús en henni hefur nú verið komið í öruggt skjól að sögn lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti meint árás sér stað í gámum úti á Granda en um er að ræða úrræði á vegum borgarinnar fyrir langt leidda fíkla. „Lögregla var kölluð til vestur í bæ um hádegisbil í gær þar sem barst tilkynning um að þar kona væri slösuð líklegast eftir líkamsárás og kynferðisofbeldi og fyrstu lögreglumenn sem mættu á vettvang mátu það þannig að hún væri það slösuð að það þyrfti að flytja hana á brott með sjúkrabíl,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengið upplýsingar um hvort fólkið bjó í gámunum eða var þar af öðrum ástæðum en samkvæmt upplýsingum frá borginni búa engar konur þar. „Meintur gerandi var ekki að vettvangi þegar lögregla kom en hann fannst í miðbæ Reykjavíkur um klukkutíma seinna og var handtekinn og í ljósi aðstæðna var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ævar. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október um hádegisbil í dag. „Í dag er til rannsóknar kynferðisbrot, brot í nánu sambandi og líkamsárás.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa haldið konunni kverkataki um tíma. „Við erum að skoða hvort þetta sé það alvarleg líkamsáras að það verði að skoða hana sem tilraun til manndráps,“ segir Ævar en tekin hefur verið ákvörðun um að svo verði gert. Maðurinn hefur samkvæmt heimildum fréttastofu margoft komið við sögu lögreglu og hlotið dóma meðal annars fyrir ofbeldisbrot og heimilisofbeldi. Hann losnaði úr fangelsi nú síðast í sumar. Í dómi yfir manninum frá 2017 segir að hann sé verulega hættulegur. Iðulega sé notast við sérsveit þegar afskipti eru höfð af honum enda hafi hann margítrekað gerst sekur um ofbeldisbrot. Eins og fyrr segir var konan flutt á slysadeild en hefur verið útskrifuð þaðan. „Henni var komið fyrir þar sem öryggi hennar er tryggt.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira