Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 16:10 Það fer gríðarleg vinna í hvern þátt. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. Þættirnir hennar hafa slegið í gegn á Stöð 2 en þeir hófu göngu sína árið 2016. Sunnudaginn 22. september hefst þriðja þáttaröðin. Sigrún er sjálf uppalin á Akranesi en hún flutti þangað frá Danmörku þegar hún var sjö ára gömul. „Mamma og pabbi skildu og ég held að [við höfum flutt] af því að amma og afi bjuggu hérna og mamma er héðan þannig að það lá einhvern vegin beint við,“ segir Sigrún í viðtali við Ísland í dag. Hún býr enn á Akranesi og keyrir á hverjum degi til Reykjavíkur til vinnu. Hún segir það oft hafa komið til tals að flytja í bæinn en það sé ekki nógu margt sem togi í hana þar. „Ég man eftir því þegar ég var yngri þá vorkenndi ég alltaf krökkum sem bjuggu í Reykjavík. Það var einhvern vegin ekkert við að vera. Ég átti nokkrar vinkonur í Reykjavík sem höfðu búið með mér í Danmörku og það var alltaf verið að taka strætó í Kringluna og eitthvað svona vesen en við vorum alltaf frjáls eins og fuglinn hér.“ „Maður var meira og minna sjálfala frá sjö ára aldri og gerði bara það sem maður vildi þegar maður vildi. En það var svo geggjað,“ bætir hún við.Guðmundur Kort kemur fram í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar Leitin að upprunanum.Stöð 2Hún segir fjölskylduna hafa það svo gott á Akranesi, synir hennar tveir fái að upplifa það sama og hún fékk og allt fólkið þeirra er þar, að þau vilji ekki taka sénsinn.Hvað er það sem fær þig til að hjálpa öðrum að leita að uppruna sínum?„Það var nú eiginlega bara eitt lítið tagg á Facebook sem startaði því ævintýri. Kolbrún Sara, sem fór til Tyrklands í fyrstu þáttaröðinni, eins og frægt er orðið, hún setti inn færslu á Facebook um að hana langaði að gera þetta, að leita uppruna síns og var að spá hvort einhver þekkti fjölmiðlamann eða -konu sem hefði áhuga á að koma með,“ segir Sigrún. Þær áttu sameiginlega vinkonu á Facebook sem merkti Sigrúnu í innleggið og út frá því hófst samtal á milli kvennanna tveggja. „Upphaflega var aldrei hugmyndin að fara með mörgum, ég ætlaði bara að sinna þessu eina máli en sú sem var sjónvarpsstjóri á Stöð 2 þá, Hrefna Lind, hún spurði af hverju við gerðum ekki bara þáttaröð?“ segir Sigrún. „Ég bara einhvern vegin samþykki það án þess að hugsa mig mikið um og svo hugsa ég bara „guð minn góður, hvað er ég búin að koma mér út í?“ en þá var ég bara búin að koma mér út í þessa þáttaröð sem er orðin að annarri og núna þriðju.“ Sigrún ætlaði að hætta eftir aðra þáttaröð en ákvað svo að endurtaka leikinn. „Það var eiginlega það að nú er fólk farið að senda mér ábendingar og sögur og ég er svo forvitin og hef svo geðveikislegan áhuga á fólki og sögum af fólki. Málið sem er á dagskrá í fyrsta þættinum núna á sunnudag er það sem startaði þessu fyrir tveimur árum, ég gat ekki sleppt því.“ Hún fékk póst frá manni sem þekkir Guðmund Kort, sem er í þessum fyrsta þætti, og sagði mér það að hann er búinn að leita að föður sínum í rúm fjörutíu ár. Maður hefur auðvitað líka bara gaman af áskorunum,“ segir Sigrún. Sigrún segir það afar gefandi að hafa sameinað ástvini og er stolt af þáttunum. „Eftir þessa þætti hef ég oft hugsað að ég gæti alveg hætt bara nokkuð ánægð með ferilinn eftir þetta. Það hljómar kannski skringilega að maður sé saddur, eða þannig, en mér finnst bara svo gaman að eiga hlutdeild í einhverju sem er svona stórt og þykir voða vænt um það.“ Hún heldur sambandi við fólkið sem hún hefur hjálpað og segist vilja vita hvernig þeim gengur. Vinasambönd hafa myndast við gerð þáttanna og margir óneitanlega góðir vinir hennar. Þátturinn er í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Leitin að upprunanum Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. Þættirnir hennar hafa slegið í gegn á Stöð 2 en þeir hófu göngu sína árið 2016. Sunnudaginn 22. september hefst þriðja þáttaröðin. Sigrún er sjálf uppalin á Akranesi en hún flutti þangað frá Danmörku þegar hún var sjö ára gömul. „Mamma og pabbi skildu og ég held að [við höfum flutt] af því að amma og afi bjuggu hérna og mamma er héðan þannig að það lá einhvern vegin beint við,“ segir Sigrún í viðtali við Ísland í dag. Hún býr enn á Akranesi og keyrir á hverjum degi til Reykjavíkur til vinnu. Hún segir það oft hafa komið til tals að flytja í bæinn en það sé ekki nógu margt sem togi í hana þar. „Ég man eftir því þegar ég var yngri þá vorkenndi ég alltaf krökkum sem bjuggu í Reykjavík. Það var einhvern vegin ekkert við að vera. Ég átti nokkrar vinkonur í Reykjavík sem höfðu búið með mér í Danmörku og það var alltaf verið að taka strætó í Kringluna og eitthvað svona vesen en við vorum alltaf frjáls eins og fuglinn hér.“ „Maður var meira og minna sjálfala frá sjö ára aldri og gerði bara það sem maður vildi þegar maður vildi. En það var svo geggjað,“ bætir hún við.Guðmundur Kort kemur fram í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar Leitin að upprunanum.Stöð 2Hún segir fjölskylduna hafa það svo gott á Akranesi, synir hennar tveir fái að upplifa það sama og hún fékk og allt fólkið þeirra er þar, að þau vilji ekki taka sénsinn.Hvað er það sem fær þig til að hjálpa öðrum að leita að uppruna sínum?„Það var nú eiginlega bara eitt lítið tagg á Facebook sem startaði því ævintýri. Kolbrún Sara, sem fór til Tyrklands í fyrstu þáttaröðinni, eins og frægt er orðið, hún setti inn færslu á Facebook um að hana langaði að gera þetta, að leita uppruna síns og var að spá hvort einhver þekkti fjölmiðlamann eða -konu sem hefði áhuga á að koma með,“ segir Sigrún. Þær áttu sameiginlega vinkonu á Facebook sem merkti Sigrúnu í innleggið og út frá því hófst samtal á milli kvennanna tveggja. „Upphaflega var aldrei hugmyndin að fara með mörgum, ég ætlaði bara að sinna þessu eina máli en sú sem var sjónvarpsstjóri á Stöð 2 þá, Hrefna Lind, hún spurði af hverju við gerðum ekki bara þáttaröð?“ segir Sigrún. „Ég bara einhvern vegin samþykki það án þess að hugsa mig mikið um og svo hugsa ég bara „guð minn góður, hvað er ég búin að koma mér út í?“ en þá var ég bara búin að koma mér út í þessa þáttaröð sem er orðin að annarri og núna þriðju.“ Sigrún ætlaði að hætta eftir aðra þáttaröð en ákvað svo að endurtaka leikinn. „Það var eiginlega það að nú er fólk farið að senda mér ábendingar og sögur og ég er svo forvitin og hef svo geðveikislegan áhuga á fólki og sögum af fólki. Málið sem er á dagskrá í fyrsta þættinum núna á sunnudag er það sem startaði þessu fyrir tveimur árum, ég gat ekki sleppt því.“ Hún fékk póst frá manni sem þekkir Guðmund Kort, sem er í þessum fyrsta þætti, og sagði mér það að hann er búinn að leita að föður sínum í rúm fjörutíu ár. Maður hefur auðvitað líka bara gaman af áskorunum,“ segir Sigrún. Sigrún segir það afar gefandi að hafa sameinað ástvini og er stolt af þáttunum. „Eftir þessa þætti hef ég oft hugsað að ég gæti alveg hætt bara nokkuð ánægð með ferilinn eftir þetta. Það hljómar kannski skringilega að maður sé saddur, eða þannig, en mér finnst bara svo gaman að eiga hlutdeild í einhverju sem er svona stórt og þykir voða vænt um það.“ Hún heldur sambandi við fólkið sem hún hefur hjálpað og segist vilja vita hvernig þeim gengur. Vinasambönd hafa myndast við gerð þáttanna og margir óneitanlega góðir vinir hennar. Þátturinn er í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Leitin að upprunanum Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira