Vanhæfi aðstoðarmanns leiði ekki til vanhæfis ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 20:00 Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar. Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra er líklega vanhæfur til að fjalla um mál ríkislögreglustjóra. Þetta segir sérfræðingur í stjórnsýsluögum. Vanhæfi aðstoðarmannsins leiði þó ekki sjálfkrafa til vanhæfis ráðherrans sjálfs. Ákvörðun Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að ráða Hrein Loftsson sem aðstoðarmann hefur vakið athygli fyrir margar sakir. Hreinn gerði athugasemdir við embættisfærslur ríkislögreglustjóra fyrir hönd umbjóðanda síns sem leiddi til þess að dómsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að framganga Haraldar Johannessen hefði verið ámælisverð.Hreinn Loftsson, nýráðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.„Samkvæmt stjórnsýslulögum þá hefur hann haft slíka aðkomu að því máli að leiða má líkur að því að hann geti ekki sjálfur haft nokkra aðkomu að úrlausn málsins innan dómsmálaráðuneytisins,“ segir Sindri M. Stephensen, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í íslenskum stjórnsýslurétti gildi sú regla að ef yfirmaður er vanhæfur eru undirmenn hans líka vanhæfir. Reglunni er hins vegar ekki snúið við. „Ef undirmaður er vanhæfur þá leiðir það ekki til þess að yfirmaðurinn sé vanhæfur. Þannig að miðað við upplýsingarnar sem við höfum, sem er bara það að aðstoðarmaðurinn gæti verið vanhæfur, þá er ekki hægt að fullyrða að dómsmálaráðherra sjálfur sé vanhæfur.“Sindri M. Stephensen, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík.Sindri bendir á að ráðherra hafi bæði sitt ráðuneyti og annan aðstoðarmann til fulltingis við úrlausn málsins sem varðar stöðu ríkislögreglustjóra. „Ef hins vegar kemur í ljós frekari afstaða ráðherra eða annað í þessum efnum þá getur þetta mál litið öðruvísi út. En miðað við þær forsendur sem liggja fyrir núna þá er ekkert tilefni til þess að efast um hæfni eða vanhæfi dómsmálaráðherra frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Sindri.Er forysta Sjálfstæðisflokksins sögð hafa misst þolinmæði fyrir Davíð Oddsyni og ráðning Áslaugar á Hreini Loftssyni sem aðstoðarmann til marks um það.Hreinn Loftsson var eitt sinn aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar þegar Davíð var forsætisráðherra. Hreinn gerðist síðar stjórnarformaður Baugs Group og þá kastaðist í kekki með þeim Davíð. Á þeim tíma sakaði Davíð Hrein um að hafa reynt að bera á sig mútur. Eftir að Davíð hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur hann farið mikinn í gagnrýni á forystu flokksins í skrifum sínum sem ritstjóri blaðsins. Hefur þetta valdið titringi innan forystunnar sem er sögð hafa misst þolinmæði gagnvart Davíð.Ritstjórinn Karl Th. Birgisson segir Áslaugu hafa sýnt það í verki með ráðningu Hreins Loftssonar.
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira