Á Pilsudskitorgi Davíð Stefánsson skrifar 2. september 2019 08:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var í gær viðstaddur táknræna minningarathöfn á Pilsudskitorgi í Varsjá í Póllandi. Hann tók þar, ásamt fleiri þjóðhöfðingjum og fulltrúum ríkja, þátt í athöfn til að minnast innrásar Þjóðverja í Pólland en sá atburður markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu árið 1939. Á 80 árum fennir í sporin. Í tíma færist saga seinna stríðs sífellt fjær. En á hildarleikinn þarf að minna. Afleiðingar stríðsins voru ægilegar og hörmungarnar ólýsanlegar, ekki síst í Póllandi og Austur-Evrópu. Eða eins og forsetinn komst að orði í yfirlýsingu sinni: „Við megum aldrei gleyma þeim glæpum sem voru framdir, þeirri grimmd sem geisaði og þeim miska sem milljónir manna þurftu að þola. Við megum aldrei gleyma helfo¨rinni gegn gyðingum auk annarra u´try´mingarherferða nasista og handbenda þeirra.“ Aðdragandi stríðsins var langur. Átökin og mannfall gríðarlegt og afleiðingar miklar bæði pólitískar og menningarlegar. Enn þann dag í dag er svo margt í umhverfi okkar sem er litað af þessum atburðum. Minnisvarðar um ægilegt mannfall Sovétmanna eru í hverju þorpi og borg undir Úralfjöllum. Enn þann dag í dag ríkir tortryggni milli þjóða vegna þessa. Seinni heimsstyrjöldin, sem og stríð nútímans, ætti að vera okkur áminning um mikilvægi friðsamlegrar alþjóðasamvinnu, -samskipta og -viðskipta. Þannig komum við best í veg fyrir styrjaldir: Með því að samþætta lífshagsmuni og örlög ólíkra þjóða. Þannig mætum við líka best nýjum ógnum samtímans, hryðjuverkum, netógnum og síðast en ekki síst loftslagsbreytingum, mengun og ógnum við líffræðilega fjölbreytni. Í viðtali við Fréttablaðið um helgina benti forseti Íslands á að seinna stríð sýni í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur. Það eru skýr skilaboð ekki síst nú þegar öfga- og einangrunaröflum vex ásmegin. Boðað er að réttur hins sterka ráði til að fá sínu framgengt og með valdi ef með þarf. Þá skipta grundvallarreglur lýðræðis og réttarríkis litlu, hvað þá opinská umræðuhefð og umburðarlyndi. Þá er stutt í kynþáttahyggju og ofbeldisverk. Hér er þörf á árvekni og hugrekki til að standa í ístaðið og standa gegn yfirgangsseggjum. Athöfnin á Pilsudskitorgi er líka áminning um að huga þarf að eigin þjóðaröryggi. Fámenn eyþjóð sem hvorki hefur burði né vilja til að ráða yfir her tryggir öryggi sitt og varnir best með virkri alþjóðasamvinnu. Það gerum við með samvinnu við Evrópuþjóðir. Það gerum við með nánum samskiptum við Bandaríkin. Að þessu miðar starf Íslands innan Sameinuðu þjóðanna, alþjóðastofnana á borð við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Evrópuráðið og NATO. Síðast en ekki síst eru atburðirnir sem minnst var á Pilsudskitorgi áminning um mikilvægi þess að eiga staðfasta og sterka bandamenn. Í því ljósi ætti að skoða heimsókn varaforseta Bandaríkjanna á miðvikudag.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun