Caster Semenya snýr sér að knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. september 2019 12:00 Verðandi knattspyrnustjarna? vísir/getty Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019 Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Suður afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur vent kvæði sínu í kross og er gengin til liðs við knattspyrnuliðið JVW í heimalandi sínu. Semenya er tvöfaldur Ólympíumeistari og þrefaldur heimsmeistari í 800 metra hlaupi. Styr hefur staðið um framtíð hinnar 28 ára gömlu Semenya í frjálsum íþróttum í kjölfar testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Hún mun ekki taka þátt á HM í frjálsum íþróttum í Doha í Katar síðar á þessu ári en Semenya er ein af þeim sem eru með óvanalega mikið magn testósteróns og því hefur reglan áhrif á hana. Hún mun þurfa að taka inn lyf sem halda testósteróninu niðri til þess að mega keppa í 800 metra hlaupi. Semenya og forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa mótmælt reglugerðinni harðlega og hefur Semenya látið hafa eftir sér að það komi ekki til greina að taka inn þessi lyf.CASTER SEMENYA JOINS JVW | Olympic Champion Caster Semenya has reportedly joined and registered by JVW FC owned by Banyana captain Janine van Wyk and will be playing in the Gauteng #SasolLeague. The 28-year-old started training with the team on Tuesday. #LimSportsZonepic.twitter.com/ZbJzS4pUtK — LimSportsZone (@LimSportsZone) September 4, 2019Ferill í annarri íþrótt í kortunum? Yup... Its happening people!!https://t.co/8k5ZZQZfu9 — Janine Van Wyk (@Janinevanwyk5) September 5, 2019Semenya hefur þegar hafið æfingar með knattspyrnuliði JVW sem leikur í efstu deildinni þar í landi en hún mun ekki hefja að leika með liðinu fyrr en á næsta ári þar sem lokað er fyrir félagaskipti í deildinni til áramóta. Liðið var stofnað árið 2013 af Janine van Wyk, fyrirliða Suður-Afríku, sem jafnframt er leikjahæsta landsliðskona þjóðarinnar frá upphafi með 170 landsleiki. Van Wyk er 32 ára gömul og spilar í dag með Fortuna Hjörring í dönsku úrvalsdeildinni. „Það er mikil upphefð fyrir félagið að fá jafn stórkostlega íþróttakonu og hana til liðs við sig. Ég er í skýjunum með að hún hafi valið okkar félag til þess að hefja sinn knattspyrnuferil,“ segir van Wyk. „Ég mætti á fyrstu æfinguna hennar og hreifst af því sem hún sýndi þar. Hún hefur góðan grunn til að verða góð knattspyrnukona. Ég mun vinna með þjálfaranum okkar við það að hjálpa henni að komast af stað og ég er viss um að hún verður tilbúin til að spila með okkur 2020,“ segir van Wyk jafnframt. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessi sögufræga frjálsíþróttakona nái að búa til nýjan íþróttaferil í knattspyrnu en ekki er langt síðan önnur frjálsíþróttastjarna reyndi slíkt hið sama með fremur misheppnuðum árangri þar sem hinn jamaíski Usain Bolt náði ekki langt í fótboltanum. Semenya æfði hins vegar knattspyrnu á sínum yngri árum og ætti því að hafa einhvern grunn í íþróttinni „Ég er þakklát fyrir þetta tækifæri og þykir vænt um ástina og stuðninginn sem ég fæ frá liðinu. Ég hlakka til þessa ævintýris og vonandi get ég haft eitthvað fram að færa,“ segir Semenya. pic.twitter.com/JCYa7urRR3— Caster Semenya (@caster800m) September 2, 2019
Fótbolti Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00 Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30 Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Semenya: Aðeins Guð getur komið í veg fyrir að ég hlaupi Caster Semenya sagði enga manneskju geta komið í veg fyrir að hún hlaupi eftir að hún sigraði 800 metra hlaup á Demantamóti í Doha. 4. maí 2019 12:00
Semenya: Ég get tekið þátt í hvaða grein sem er Ólympíumeistarinn í 800 metra hlaupi kvenna, Caster Semenya, tók þátt í sínu fyrsta 2.000 metra hlaupi í gær og gerði sér lítið fyrir og vann. 12. júní 2019 11:30
Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. 2. maí 2019 08:00