Lögreglan prófar myndavélabúnað í bílana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 11:05 Persónuverndarhliðin er alltaf í forgrunni hjá okkur, segir Jónas Ingi hjá ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra prófar nú í tilraunaskyni búnað til þess að geta lesið bílnúmer og flett þeim upp í tölvukerfi lögreglunnar. Búnaðurinn er vel þekktur í nágrannalöndum okkar og hefur lengi verið notaður í Bretlandi og Bandaríkjunum. Með honum á að vera hægt að komast að því skjótt hvort viðkomandi bíll sé eftirlýstur, ótryggður, óskoðaður og þar fram eftir götunum.Morgunblaðið greindi frá tilraunaverkefni lögreglunnar í morgun. Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislögreglustjóra, minnir á að engin ákvörðun hafi verið tekin um notkun. Nú sé búnaðurinn í bílum án tölvubúnaðarins en verið sé að máta búnaðinn við íslensk skilyrði. Búnaðurinn tekur myndir af númeraplötum og umbreytir svo upplýsingunum yfir í texta. Koma þarf í ljós hversu vel það gangi. Númeraplötur á Íslandi séu tvenns konar. Bæði þær kassalaga aftan á jeppum og svo þær ílöngu. „Það liggur engin ákvörðun fyrir um að taka búnaðinn í notkun,“ segir Jónas. Búnaðurinn verði prófaður við ólík skilyrði og skoðað hvað máli skipti. Rökkur, rigning, ofbirta og þess háttar. Varðandi persónuverndarhliðina segir Jónas að ef ákvörðun um að innleiða búnaðinn verði niðurstaðan þá verði allt að sjálfsögðu í samræmi við lög og reglur. „Persónuverndarhliðin er alltaf í forgrunni hjá okkur.“ Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra prófar nú í tilraunaskyni búnað til þess að geta lesið bílnúmer og flett þeim upp í tölvukerfi lögreglunnar. Búnaðurinn er vel þekktur í nágrannalöndum okkar og hefur lengi verið notaður í Bretlandi og Bandaríkjunum. Með honum á að vera hægt að komast að því skjótt hvort viðkomandi bíll sé eftirlýstur, ótryggður, óskoðaður og þar fram eftir götunum.Morgunblaðið greindi frá tilraunaverkefni lögreglunnar í morgun. Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislögreglustjóra, minnir á að engin ákvörðun hafi verið tekin um notkun. Nú sé búnaðurinn í bílum án tölvubúnaðarins en verið sé að máta búnaðinn við íslensk skilyrði. Búnaðurinn tekur myndir af númeraplötum og umbreytir svo upplýsingunum yfir í texta. Koma þarf í ljós hversu vel það gangi. Númeraplötur á Íslandi séu tvenns konar. Bæði þær kassalaga aftan á jeppum og svo þær ílöngu. „Það liggur engin ákvörðun fyrir um að taka búnaðinn í notkun,“ segir Jónas. Búnaðurinn verði prófaður við ólík skilyrði og skoðað hvað máli skipti. Rökkur, rigning, ofbirta og þess háttar. Varðandi persónuverndarhliðina segir Jónas að ef ákvörðun um að innleiða búnaðinn verði niðurstaðan þá verði allt að sjálfsögðu í samræmi við lög og reglur. „Persónuverndarhliðin er alltaf í forgrunni hjá okkur.“
Lögreglan Persónuvernd Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira