Finnst betra að tjá sig á striga en í orðum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. ágúst 2019 02:02 Alma málar mest í nútímastíl og segir flest verkin vera frekar abstrakt. Fréttablaðið/Valli Alma Dögg Fanneyjardóttir heldur sína fyrstu sýningu í Núllinu um þessar mundir, en hún málar undir listamannsnafninu Dögg. Opnunin fór fram í gær en sýningin stendur fram á sunnudag. Það er því kjörið fyrir gesti Menningarnætur að koma við í Bankastrætinu og líta á verk þessarar efnilegu ungu listakonu. „Þetta byrjaði á því að ég fór á námskeið í Tækniskólanum fyrir ári. Mig hafði lengi langað að prufa að mála og svo leist mér mjög vel á. Ég fann mig mikið í þessu og fannst mjög gaman á námskeiðinu,“ segir Alma. Í kjölfarið fór hún að mála meira sjálf og fór að prufa sig áfram. „Mér fannst það strax önnur upplifun að fá að vinna verkin sjálf og á eigin forsendum og fann mig vel í því. Mér fannst það frelsi dálítið öðruvísi og naut mín í því að finna minn persónulega stíl.“Það er kjörið fyrir gesti Menningarnætur að líta inn á sýningu Ölmu í Galleríi Núllinu.Fréttablaðið/ValliNúna seinna í ágúst flýgur Alma til Barcelona þar sem hún hefur nám við listaskólann Metàfora Barcelona. Námið er árslangt en með möguleika á að lengja það. „Þannig að stefnan er að læra meira og halda áfram að vinna með listina og að mála. Finna mína rödd, eða strokur öllu heldur.“ Alma segist alltaf hafa átt erfitt með að tjá sig með orðum en hafi loks fundið betri leið til að tjá sig í listinni. „Mér fannst ég loksins finna almennilega leið og útrás til að tjá tilfinningar mína og líðan á hátt sem hentar mér betur.“ Hún segir líðan sína hverja stund vera sér innblástur. „Ég er mest í frekar nútímalegum stíl og meira út í abstrakt. Á sýningunni er ég með um þrjátíu verk. Þau eru svo til sölu hafi fólk áhuga.“ Sýning Ölmu í Galleríi Núllinu, Bankastræti 0, stendur fram á sunnudag. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Alma Dögg Fanneyjardóttir heldur sína fyrstu sýningu í Núllinu um þessar mundir, en hún málar undir listamannsnafninu Dögg. Opnunin fór fram í gær en sýningin stendur fram á sunnudag. Það er því kjörið fyrir gesti Menningarnætur að koma við í Bankastrætinu og líta á verk þessarar efnilegu ungu listakonu. „Þetta byrjaði á því að ég fór á námskeið í Tækniskólanum fyrir ári. Mig hafði lengi langað að prufa að mála og svo leist mér mjög vel á. Ég fann mig mikið í þessu og fannst mjög gaman á námskeiðinu,“ segir Alma. Í kjölfarið fór hún að mála meira sjálf og fór að prufa sig áfram. „Mér fannst það strax önnur upplifun að fá að vinna verkin sjálf og á eigin forsendum og fann mig vel í því. Mér fannst það frelsi dálítið öðruvísi og naut mín í því að finna minn persónulega stíl.“Það er kjörið fyrir gesti Menningarnætur að líta inn á sýningu Ölmu í Galleríi Núllinu.Fréttablaðið/ValliNúna seinna í ágúst flýgur Alma til Barcelona þar sem hún hefur nám við listaskólann Metàfora Barcelona. Námið er árslangt en með möguleika á að lengja það. „Þannig að stefnan er að læra meira og halda áfram að vinna með listina og að mála. Finna mína rödd, eða strokur öllu heldur.“ Alma segist alltaf hafa átt erfitt með að tjá sig með orðum en hafi loks fundið betri leið til að tjá sig í listinni. „Mér fannst ég loksins finna almennilega leið og útrás til að tjá tilfinningar mína og líðan á hátt sem hentar mér betur.“ Hún segir líðan sína hverja stund vera sér innblástur. „Ég er mest í frekar nútímalegum stíl og meira út í abstrakt. Á sýningunni er ég með um þrjátíu verk. Þau eru svo til sölu hafi fólk áhuga.“ Sýning Ölmu í Galleríi Núllinu, Bankastræti 0, stendur fram á sunnudag.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“