Íslendingar kusu gegn vernd hákarla á válista Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. ágúst 2019 06:00 Mako-hákarlar voru ein tegundin sem fékk aukna vernd. Nordicphotos/Getty Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Ísland kaus gegn verndun 18 hákarlategunda í útrýmingarhættu á þingi CITES í Genf á sunnudag. CITES, eða Washington-sáttmálinn, er alþjóðlegur samningur sem fjallar um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu. Var kosningunni fagnað með lófaklappi og faðmlögum fulltrúa á staðnum. Ofveiði hákarla hefur verið til umræðu undanfarin ár og markvisst hefur verið unnið að því að bæta ímynd þessara ófrýnilegu fiska. Ísland skipaði sér í flokk með Japan, Kína, Malasíu, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum gegn verndun hákarlanna. Bandaríkin kusu með tveimur tillögunum en gegn einni. Tillögurnar voru alls þrjár og náðu yfir 18 tegundir. Hlutu þær allar tvo þriðju atkvæða sem var það sem þurfti til. 102 lönd samþykktu að vernda mako-hákarla en 40 kusu á móti. Svipaður fjöldi samþykkti að vernda risagítarfisk, sem lifir í Indlandshafi, og margar tegundir fleygfiska sem lifa aðallega í höfunum við Asíu. 30 lönd kusu gegn tveimur síðari tillögunum. Enginn af hákörlunum sem um ræðir lifir við Íslandsstrendur.Jón Már Halldórsson líffræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm.„Íslendingar hafa verið mjög tregir að samþykkja vernd á fiskum,“ segir Jón Már Halldórsson líffræðingur. „Við erum fiskveiðiþjóð og það eru stærri hagsmunir sem liggja í öðrum tegundum. Erlendis hafa samtök barist fyrir því að takmarka veiðar á þorski svo dæmi sé tekið.“ Áætlað er að allt að 270 milljónir hákarla séu veiddar árlega. Mestu viðskiptin fara fram í Hong Kong enda er hákarlsuggasúpa mjög vinsæl í Kína. „Ofveiði á hákörlum hefur verið gríðarleg, sérstaklega í Indlandshafi og Kyrrahafi. Því er full ástæða til þess að fara í alvarlegar verndaraðgerðir fyrir þessi dýr,“ segir Jón. Jón segir að hákarlaveiðar séu litlar á Íslandi og ekki um stórar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu samhengi. Mikið af aflanum sé meðafli. Fimm tegundir hákarla eru veiddar innan lögsögu Íslands, grænlandshákarl, háfur, gljáháfur, svartháfur og hámeri. Hákarlar synda djúpt og finnast yfirleitt suður af landinu. Grænlandshákarlinn er langsamlega stærstur af hákörlum við Íslandsstrendur. Hann getur náð 6 metrum að lengd og orðið nokkurra hundraða ára gamall. Hákarlinn er eitraður og því hefur kjötið verið kæst til átu, einkum í kringum þorrablót.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Sjávarútvegur Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira