Esther fyrsti kjörni ungmennafulltrúi Íslands hjá SÞ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 23:59 Esther Hallsdóttir er mannfræðingur og verkefnastjóri hjá UNICEF á Íslandi. Mynd/Aðsend. Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór á Háskólatorgi Háskóla Íslands í kvöld. Alls voru 10 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Esther, fulltrúi UE, hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Esther er verkefnastjóri UNICEF á Íslandi og menntaður mannfræðingur. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands og auk þess að hafa verið í hagsmunabaráttu stúdenta hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands.Í framboðsræðu sinni talað Esther fyrir mikilvægi þess að vinna eftir þeirri stefnu sem ungmenni hafa sameiginlega mótað á vettvangi LUF einkum þegar kemur að því að tryggja þátttökurétt.„Við erum loksins að fá tækifæri til að koma hagsmunamálum íslenskra ungmenna á framfæri á þessum vettvangi. Að hafa í fyrsta sinn fulltrúa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er mikill sigur fyrir ungmenni á Íslandi. Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt og hlakka til að vinna með LUF að því að setja þátttöku ungmenna og önnur brýn mál í forgrunn,” er haft eftir Esther í tilkynningu um kjör hennar.Esther kemur til með að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september og taka þátt í störfum þess í umboði íslenskra ungmenna. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf þegar kemur að sjálfbærri þróun. Er þetta í fyrsta sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa.Skipun ungmennafulltrúans og þátttaka hans á aðalþinginu er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Utanríkisráðuneytisins, sem kostar verkefnið. Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga (LUF), sem fram fór á Háskólatorgi Háskóla Íslands í kvöld. Alls voru 10 fulltrúar aðildarfélaga LUF í framboði á fundinum. Esther, fulltrúi UE, hlaut kjör með meirihluta atkvæða, en kosið var í tveimur umferðum. Esther er verkefnastjóri UNICEF á Íslandi og menntaður mannfræðingur. Þá hefur hún starfað sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossi Íslands og auk þess að hafa verið í hagsmunabaráttu stúdenta hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands.Í framboðsræðu sinni talað Esther fyrir mikilvægi þess að vinna eftir þeirri stefnu sem ungmenni hafa sameiginlega mótað á vettvangi LUF einkum þegar kemur að því að tryggja þátttökurétt.„Við erum loksins að fá tækifæri til að koma hagsmunamálum íslenskra ungmenna á framfæri á þessum vettvangi. Að hafa í fyrsta sinn fulltrúa á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna er mikill sigur fyrir ungmenni á Íslandi. Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt og hlakka til að vinna með LUF að því að setja þátttöku ungmenna og önnur brýn mál í forgrunn,” er haft eftir Esther í tilkynningu um kjör hennar.Esther kemur til með að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september og taka þátt í störfum þess í umboði íslenskra ungmenna. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf þegar kemur að sjálfbærri þróun. Er þetta í fyrsta sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa.Skipun ungmennafulltrúans og þátttaka hans á aðalþinginu er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Utanríkisráðuneytisins, sem kostar verkefnið.
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði