Aðgerðir á húsnæðis- markaði að skila árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar 15. ágúst 2019 07:00 Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá því í vor var að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn.Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðuneytinu er því unnið að því, í samstarfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánsjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar oftar en ekki uppbyggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breytingum á lögum sem varða húsnæðismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að fleiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömuleiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að framkvæmd húsnæðisstuðnings stjórnvalda verður til ný öflug húsnæðisstofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að eitt af lykilatriðunum í yfirlýsingu stjórnvalda um stuðning við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins frá því í vor var að auðvelda ungu fólki og tekjulágum að komast inn á fasteignamarkaðinn.Betur má ef duga skal Þetta er vissulega fagnaðarefni en betur má ef duga skal. Í skýrslu sem verkefnisstjórn, sem ég skipaði til að fjalla um aðgerðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn, skilaði af sér í vor, kom fram að þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað væri enn of hár. Þrátt fyrir aukinn kaupmátt og sögulega lága raunvexti. Í félagsmálaráðuneytinu er því unnið að því, í samstarfi við Íbúðalánasjóð og aðila vinnumarkaðarins, að útfæra enn frekari úrræði til stuðnings fyrstu kaupendum og tekjulágum. Hinir tekjulægstu mega ekki gleymast Húsnæði er grunnþörf allra og það er óábyrgt ef við skiljum stóra hópa eftir á húsnæðismarkaði. Leigumarkaðurinn nærri því tvöfaldaðist í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og samkvæmt könnun Íbúðalánasjóðs telja 92% leigjenda það óhagstætt að leigja og einungis 8% telja sig geta farið af leigumarkaði innan sex mánaða. Þá er ótalið allt það fólk sem missti húsnæði sitt í efnahagshruninu og hefur ekki komist inn á fasteignamarkaðinn á nýjan leik. Í mörgum tilfellum nær það fólk einfaldlega ekki að brúa bilið sem til þarf til að leggja fram 20-30% eigið fé við kaup á íbúð. Þessir hópar mega ekki gleymast. Félagsmálaráðuneytið vinnur að margvíslegum fleiri aðgerðum til að stuðla að auknu jafnvægi og stöðugleika á húsnæðismarkaði. Nýlega var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda tilraunaverkefni á vegum Íbúðalánsjóðs til þess að bregðast við vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni. Bind ég miklar vonir við að það geti orðið til þess að rjúfa stöðnun í atvinnumálum landsbyggðarinnar þar sem skortur á hentugu íbúðarhúsnæði hamlar oftar en ekki uppbyggingu atvinnulífs í héraði. Á næsta þingi hyggst ég síðan mæla fyrir umfangsmiklum breytingum á lögum sem varða húsnæðismál. Þar á meðal eru breytingar á lögum um almennar íbúðir sem þegar hafa verið kynntar en þær felast meðal annars í breytingum á tekju- og eignamörkum þannig að fleiri eigi kost á að leigja og búa í almennum leiguíbúðum. Sömuleiðis eru fyrirhugaðar breytingar á húsaleigulögum til að tryggja enn betur réttarstöðu leigjenda. Með fyrirhugaðri sameiningu Mannvirkjastofnunar og þess hluta Íbúðalánasjóðs sem snýr að framkvæmd húsnæðisstuðnings stjórnvalda verður til ný öflug húsnæðisstofnun. Stofnunin fær það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnvalda um að almenningur hafi ávallt aðgang að viðunandi og öruggu húsnæði á viðráðanlegu verði í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu. Sú krafa kom jafnframt skýrt fram í lífskjarasamningunum. Framangreindar aðgerðir eru skref í þessa átt.Höfundur er félags- og barnamálaráðherra
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun