Trylla Tjarnarbíó með teknófiðluleik Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. ágúst 2019 13:40 Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Annað kvöld mun teknófiðludúóið Geigen og plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í „rave- performanspartýinu“ Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói. Geigen samanstendur af þeim Pétri Eggertssyni og Gígju Jónsdóttur. Vísir náði tali af Pétri fyrr í dag og spurði hann út í viðburðinn og tilurð teknófiðludúettsins. „Ég og Gígja erum bæði búin að vera í hinu og þessu síðustu árin. Við vorum bæði í listnámi og kynntumst fyrir löngu. Við hittumst síðan í San Francisco þar sem hún var að læra myndlist en ég var að læra tónlist,“ segir Pétur. Þau hafi síðan komist að því að þau hafi bæði æft á fiðlu á yngri árum. „Við hættum bæði í því námi á menntaskólaárunum. Það var einhver uppreisn gegn klassíska umhverfinu.“ Þeim hafi hins vegar fundist tilvalið að nýta kunnáttu sína á hljóðfærið til þess að skapa eitthvað saman. „Við fórum í alls konar hugmyndavinu og úr varð Geigen, sem blandar saman barokktísku og framtíðarútliti. Eins konar blanda af gömlu og nýju,“ segir Pétur. Geigen Galaxy #4 er, eins og nafnið kann að gefa til kynna, fjórði viðburðurinn sem haldinn er í nafni tvíeykisins. Sá fyrsti var haldinn í Mengi í byrjun árs, og hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Geigen Galaxy #2 var haldið í Tjarnarbíói í tengslum við sviðslistahátíðina Vorblótið og nú síðast á LungA við frábærar undirtektir viðstaddra og fékk jákvæða dóma gagnrýnenda. Að þessu sinni verður plötusnúðatvíeykið Dj Dominatricks þeim Pétri og Gígju til halds og trausts. Geigen Galaxy #4 fer fram í Tjarnarbíói annað kvöld, frá klukkan 21 til 23. Miðasala fer fram á tix.is og við hurð.Veggspjald fyrir Geigen Galaxy #4.Arna Beth
Menning Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Föstudagsplaylisti Péturs Eggertssonar Pétur Eggertsson setti saman lista fyrir öll þau sem leggja upp í vegferð, symbólíska eður ei. 12. júlí 2019 15:15
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“