Áföll eru ekki alltaf skyndilegir atburðir Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Sara segir fólk oft ekki átta sig á því hvaða atvik eða reynsla valdi því að fólk upplifi vanlíðan. Fréttablaðið/Valli Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira
Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Sjá meira