Félag eldri borgara kaupir íbúðir tveggja kaupenda sem ákváðu að fara í mál við félagið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2019 18:29 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13
Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09