Vogafjós orðið tvítugt Benedikt Bóas skrifar 9. ágúst 2019 07:30 Efri röð f.v.: Einar og Hallgrímur Leifssynir, Skarphéðinn Reynir og Arnþrúður Anna Jónsbörn. Neðri röð f.v.: Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Jón Reynir Sigurjónsson og Ólöf Hallgrímsdóttir. Fyrirsætan á borðinu heitir Kveikur. Mynd/BB Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“ Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Tuttugu ár eru síðan Vogafjós opnaði fyrst dyr sínar fyrir gestum og gangandi. Veitingastaðurinn er rómaður, kýrnar skemmtilegar fyrir krakkana og útsýnið af pallinum engu líkt. Það er vissulega gaman að koma og skoða eina fegurstu sveit landsins og gott að smakka á því sem Vogafjós hefur upp á að bjóða. Ólöf Hallgrímsdóttir, einn eigenda Vogafjóss, segir að þetta verkefni hafi aðeins undið upp á sig á jákvæðan máta. „Þetta var hugsað sem frekar rólegt og eitthvað kósí til að byrja með. Einhvers konar hliðarverkefni en auðvitað reyndi maður að vanda sig og gera vel það sem maður var að gera,“ segir hún. Á afmælishelgi Vogafjóss var slegið upp veislu. Fyrst komu Hera og Bjössi Thor gítarleikari og tóku lagið um leið og nýbygging Vogafjóss var tekin í notkun. Á laugardeginum var opið hús þar sem múgur og margmenni mætti til að gleðjast með og hljómsveitin Hver tók síðan lagið um kvöldið. Boðið var upp á alls konar kræsingar úr eldhúsinu og kokteilar og annað flæddi frá barnum. Vogabú hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir hundrað ár. Kýr og kindur voru uppistaðan til að byrja með, ásamt nokkrum hænum, tveimur hestum og hundi. Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið. Þar fást ljúffengar heimagerðar veitingar en einnig er hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint af spena. Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30. „Við höfum gert þetta hægt og bítandi. Erum búin að byggja við þrisvar og stækka á þessum 20 árum. En það hefur alltaf verið tekið í skrefum og ekkert óðagot,“ segir hún. Ólöf segir að hún horfi björtum augum á næstu 20 ár. Þau fyrri hafi verið það skemmtileg að það sé ekki nein ástæða til annars. „Ég held að við værum ekki í þessu ennþá ef okkur fyndist þetta ekki ennþá spennandi og skemmtilegt. Þetta er auðvitað gríðarlega mikil vinna og það þarf að leggja mikið á sig. Það eru engin sumarfrí í ferðaþjónustunni. En þetta er eitthvað sem maður velur sér og fer í þennan gír. Ég lít ekkert endilega á þetta eins og ég sé alltaf í vinnu, þetta er það fjölbreytt þó auðvitað sé það misskemmtilegt sem maður er að fást við, en oftast er það nú eitthvað skemmtilegt sem maður er að fást við.“
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tímamót Veitingastaðir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira