Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. júlí 2019 10:53 Hrafn Jökulsson kippir sér ekki upp við hótanir sem honum og Elísabetu Jökulsdóttur hafa borist. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“ Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. Hrafn og Elísabet Jökulsbörn hafa vakið mikla athygli undanfarna daga vegna mótmæla sinna gegn fyrirhugaðri byggingu Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Hrafn segir að þau hafi bæði fengið sterk viðbrögð við ummælum sínum um Hvalárvirkjun og umhverfisvernd. Mikið hafi verið í formi stuðningskveðja en þau grófustu hafi gengið nokkuð langt.Sjá einnig: Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum HvalárvirkjunarHrafn birti ljótustu ummælin á Facebook síðu sinni og vakti sérstaka athygli á eftirfarandi skilaboðum: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð. Egið engan rétt á að skifta ykkur af Árneshreppi.“ Í athugasemdum við frétt um mótmæli þeirra systkina er Elísabet einnig kölluð kjáni: „Þetta er nú meiri kjánin þessi Elísabet.“ Hrafn segist fyrst hafa orðið var við ýmis ljót ummæli í gær, meðal annars í athugasemdum við fréttina um systur sína á Vísi, í SMS-um og í einkaskilaboðum á Facebook. „Við kippum okkur ekki mikið upp við þetta." Þó segist hann hafa birt verstu ummælin á Facebook síðu sinni, sérstaklega ef þeim var beint til Elísabetar. „Ég hef þá reglu að ef fólk á eitthvað vansagt við mig og segir eitthvað þá verður það bara að eiga það við sjálft sig. En auðvitað ber að taka hótanir alvarlega og ég tek þær ekki alvarlega í minn garð en mér líkar illa við þegar fólk er að hóta fólki úr mínum frændgarði, eins og stóru systur minni henni Elísabetu, ég læt það ekki líðast.“ Hrafn segist ekki ætla að leita til lögreglu vegna ummælanna. „Nei, ég held að það verði bara aðallega að viðkomandi leiti sér sálfræðihjálpar. Ég held að það sé eina lausnin í málinu. Ef það er ekki hægt að taka málefnalega umræðu þá verður það bara svo að vera.“Elísabet Jökulsdóttir mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum við Hvalárvirkjun ákaft.Fréttablaðið/GVA„Ég er alveg fullfær um að verja sjálfan mig en þegar fólk hótar mínum nánustu þá verð ég að taka það bókstaflega.“ „Mér þykir bara dapurlegt að umræðan um umhverfismál skuli vera komin niður á þetta lága stig að þau okkar sem eru að berjast í þágu náttúru Íslands skuli sitja undir þessu.“Líður þér eins og meiri harka hafi færst í umræðu tengda umhverfismálum upp á síðkastið?„Á dauða mínum átti ég von en aldrei því að mér eða mínum yrði hótað lífláti fyrir baráttu í þágu náttúru Íslands,“ segir Hrafn. Hrafn segir baráttuna vera að færast á nýtt stig og hvatti alla „góðviljaða Íslendinga“ til að fylgjast með.Sjá einnig: Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun„Fáfræðin er alltaf leiðarljós þegar kemur að heimtufrekju, heimsku og fáfræði. Þannig að við verðum bara að vona að það sljákki í okkar góðu andstæðingum. Náttúra Íslands mun sigra að lokum,“ segir Hrafn. Hrafn segir að þessi ummæli myndu ekki hafa nein áhrif á baráttu þeirra: „Þau munu bara efla okkur og ekkert annað. Það er ekkert annað í stöðunni en sigur.“ Hrafn er jafnframt bjartsýnn á að sjónarmið umhverfisverndar verði ofan á í máli Hvalárvirkjunnar. „Við munum sigra í orustunni um Ísland, það er engin spurning.“
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira