Elsta málið er átta ára gamalt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. júlí 2019 06:00 Rúmlega fjórðungur allra opinna mála hjá embættinu er skráður í bið. Um 6.300 mál bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki verið fleiri. Um er að ræða mál sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu og bíða þess að tekin verði afstaða til þess hvort ákært verður eða mál fellt niður. Fréttablaðið fjallaði síðast um málahalann hjá sviðinu í febrúar í fyrra. Þá voru málin 4.000 og sagði Hulda Elsa það fleiri mál en sviðið ætti að venjast en yfirleitt væru um tvö til þrjú þúsund mál til meðferðar þar. Töluverð hreyfing var á starfsfólki innan réttarvörslukerfisins á árunum 2017 og 2018 sem hafði mikil áhrif á ákærusvið embættisins. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um orsakir málahalans. „Tíu ákærendur hættu eða fóru í tímabundin leyfi. Nokkrir fengu stöðu hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara,“ segir í svarinu. Sviðið sé hins vegar fullmannað í dag og auk þess hafi verið unnið að styrkingu þess á fleiri sviðum. Skráningarkerfið LÖKE hefur til dæmis verið þróað áfram með það að markmiði að kerfið nýtist ákærusviðinu betur. Starfsmenn sviðsins geta nú haft fulla yfirsýn yfir öll mál, hver þeirra hafa legið óhreyfð, hve mörg mál eru á borði hvers og eins ákæranda, hve mörg mál eru á hvaða stigi í ferlinu og svo framvegis,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs. Hún segir kerfið láta ákæranda vita þegar úrskurður um gæsluvarðhald og farbann er að renna út og fyrirhugað sé að bæta kerfið þannig að ákærandi fái tilkynningu um mál sem eru að fyrnast. Elsta málið sem bíður ákvörðunar um ákæru er átta ára gamalt, eða frá árinu 2011. Beðið er gagna í því máli.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðsetur á Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVAYfir helmingur þeirra 6.300 mála, sem bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (57 prósent), varðar meint umferðarlagabrot. Önnur mál sem bíða afgreiðslu varða hegningarlagabrot (35 prósent) og sérrefsilagabrot (26 prósent). Til sérrefsilega heyra til dæmis fíkniefnalöggjöfin og vopnalög. Hluti málanna varðar meint brot á fleiri en einu sviði. Þannig kann að vera að í einu og sama málinu sé grunur um allt í senn; umferðarlagabrot, sérrefsilagabrot og hegningarlagabrot. Sviðið er nú fullmannað en mikil starfsmannavelta og mannekla á undanförnum árum er hluti þessa mikla álags. Aðeins fjórtán lögfræðingar voru starfandi á sviðinu þegar Fréttablaðið birti síðast frétt af málahalanum í febrúar 2018 en eiga að vera 18 þegar sviðið er fullmannað. Það er einnig mat lögreglunnar að málum sem koma inn á borð lögreglunnar sé að fjölga. Þau mál sem eru til meðferðar hjá ákærusviði eru um það bil 40 prósent allra mála sem eru til meðferðar á ýmsum sviðum embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 8. júlí, þegar unnið var að svari við fyrirspurn blaðsins voru opin mál hjá embættinu alls 15.562. Yfir 85 prósent þeirra eru frá árunum 2018 og 2019. Um fjórtán prósent málanna eru eldri. Auk mála hjá ákærusviði er hátt á annað þúsund mála til rannsóknar hjá rannsóknardeildum embættisins. Flest hinna opnu mála eru hins vegar til afgreiðslu hjá þjónustudeild embættisins en þar eru bæði mál sem á eftir að senda áfram til annarra deilda eða sviða eða mál sem bíða gagna. Langflest þessara mála (93%) eru umferðarlagabrot sem eru yfir tíu þúsund. Afgreiðsla þeirra getur verið margvísleg. Í stórum hluta þeirra er beðið gagna svo sem niðurstaðna frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum en einnig er um að ræða ógreiddar umferðarsektir. Hegningarlagabrot til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru 4.504 og sérrefsilagabrot 2.402. Rúmlega fjórðungur allra opinna mála hjá embættinu er skráður í bið en þá er í flestum tilvikum um að ræða mál þar sem beðið er gagna annars staðar frá eða þess er beðið að sakborningur komi til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Um 6.300 mál bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki verið fleiri. Um er að ræða mál sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu og bíða þess að tekin verði afstaða til þess hvort ákært verður eða mál fellt niður. Fréttablaðið fjallaði síðast um málahalann hjá sviðinu í febrúar í fyrra. Þá voru málin 4.000 og sagði Hulda Elsa það fleiri mál en sviðið ætti að venjast en yfirleitt væru um tvö til þrjú þúsund mál til meðferðar þar. Töluverð hreyfing var á starfsfólki innan réttarvörslukerfisins á árunum 2017 og 2018 sem hafði mikil áhrif á ákærusvið embættisins. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um orsakir málahalans. „Tíu ákærendur hættu eða fóru í tímabundin leyfi. Nokkrir fengu stöðu hjá héraðssaksóknara og ríkissaksóknara,“ segir í svarinu. Sviðið sé hins vegar fullmannað í dag og auk þess hafi verið unnið að styrkingu þess á fleiri sviðum. Skráningarkerfið LÖKE hefur til dæmis verið þróað áfram með það að markmiði að kerfið nýtist ákærusviðinu betur. Starfsmenn sviðsins geta nú haft fulla yfirsýn yfir öll mál, hver þeirra hafa legið óhreyfð, hve mörg mál eru á borði hvers og eins ákæranda, hve mörg mál eru á hvaða stigi í ferlinu og svo framvegis,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs. Hún segir kerfið láta ákæranda vita þegar úrskurður um gæsluvarðhald og farbann er að renna út og fyrirhugað sé að bæta kerfið þannig að ákærandi fái tilkynningu um mál sem eru að fyrnast. Elsta málið sem bíður ákvörðunar um ákæru er átta ára gamalt, eða frá árinu 2011. Beðið er gagna í því máli.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðsetur á Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVAYfir helmingur þeirra 6.300 mála, sem bíða afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (57 prósent), varðar meint umferðarlagabrot. Önnur mál sem bíða afgreiðslu varða hegningarlagabrot (35 prósent) og sérrefsilagabrot (26 prósent). Til sérrefsilega heyra til dæmis fíkniefnalöggjöfin og vopnalög. Hluti málanna varðar meint brot á fleiri en einu sviði. Þannig kann að vera að í einu og sama málinu sé grunur um allt í senn; umferðarlagabrot, sérrefsilagabrot og hegningarlagabrot. Sviðið er nú fullmannað en mikil starfsmannavelta og mannekla á undanförnum árum er hluti þessa mikla álags. Aðeins fjórtán lögfræðingar voru starfandi á sviðinu þegar Fréttablaðið birti síðast frétt af málahalanum í febrúar 2018 en eiga að vera 18 þegar sviðið er fullmannað. Það er einnig mat lögreglunnar að málum sem koma inn á borð lögreglunnar sé að fjölga. Þau mál sem eru til meðferðar hjá ákærusviði eru um það bil 40 prósent allra mála sem eru til meðferðar á ýmsum sviðum embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þann 8. júlí, þegar unnið var að svari við fyrirspurn blaðsins voru opin mál hjá embættinu alls 15.562. Yfir 85 prósent þeirra eru frá árunum 2018 og 2019. Um fjórtán prósent málanna eru eldri. Auk mála hjá ákærusviði er hátt á annað þúsund mála til rannsóknar hjá rannsóknardeildum embættisins. Flest hinna opnu mála eru hins vegar til afgreiðslu hjá þjónustudeild embættisins en þar eru bæði mál sem á eftir að senda áfram til annarra deilda eða sviða eða mál sem bíða gagna. Langflest þessara mála (93%) eru umferðarlagabrot sem eru yfir tíu þúsund. Afgreiðsla þeirra getur verið margvísleg. Í stórum hluta þeirra er beðið gagna svo sem niðurstaðna frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræðum en einnig er um að ræða ógreiddar umferðarsektir. Hegningarlagabrot til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru 4.504 og sérrefsilagabrot 2.402. Rúmlega fjórðungur allra opinna mála hjá embættinu er skráður í bið en þá er í flestum tilvikum um að ræða mál þar sem beðið er gagna annars staðar frá eða þess er beðið að sakborningur komi til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Lögreglumál Stjórnsýsla Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent