Serena þurfti að hitta sálfræðing eftir reiðiskastið á Opna bandaríska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. júlí 2019 08:00 Serena Williams hefur átt betri daga en úrslitaleikinn á Opna bandaríska í september 2018 vísir/getty Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær. Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Serena Williams þurfti að leita sér sálfræðihjálpar eftir reiðiskast hennar í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis á síðasta ári. Naomi Osaka hafði betur gegn Williams í úrslitaleiknum, hennar lang stærsti sigur á ferlinum og varð hún fyrsta japanska konan til þess að vinna risamót. Eftir leikinn snerist hins vegar allt um Williams sem missti algjörlega stjórn á skapi sínu við dómara leiksins og kallaði hann meðal annars þjóf og sakaði hann seinna um kynbundið misrétti. Serena bað Osaka afsökunar á hegðun sinni og hefur hin japanska tekið hana í sátt, en Williams heldur því enn fram að dómarinn hefði ekki dæmt eins mikið gegn henni ef hún væri karlmaður. „Afhverju er það þannig að þegar konur verða ástríðufullar eru þær sagðar í tilfinningalegu uppnámi, brjálaðar eða órökrænar?“ spurði Serena í viðtali við Harper's Bazaar. „Það er svo algengt að þegar karlmenn mótmæla dómurum og standa fyrir sínu þá fái þeir bros til baka, jafnvel hlátur, frá dómaranum.“ „Ég er ekki að biðja um það að það verði aldrei dæmt á mig. Ég er bara að biðja um að það verði komið fram við mig eins og alla aðra.“ Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, sagðist hafa þurft að leita sér aðstoðar sálfræðings því hún hafi ekki getað tekið upp tennisspaðann eftir þetta. „Loksins áttaði ég mig á því að eina leiðin fyrir mig til þess að halda áfram var að biðja manneskjuna afsökunar sem átti það mest skilið,“ sagði Williams. „Það láku tár niður andlitið þegar ég las svar Naomi: „Fólk getur misskilið reiði sem styrk því það getur ekki aðgreint þar á milli. Enginn hefur staðið upp fyrir sjálfum sér eins og þú hefur þurft að gera og þú þarft að halda því áfram“.“ Serena Williams er í eldlínunni á Wimbledon mótinu þessa dagana. Þar er hún komin í undanúrslit í einliðaleik og hún stelur senunni með Andy Murray í tvenndarleik, þau komust áfram í 16-liða úrslitin í gær.
Bandaríkin Tennis Tengdar fréttir Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30 Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Serena ósátt við játningu þjálfarans Serena Williams er ósátt við ummæli þjálfara síns eftir úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í tennis þar sem hann sagðist hafa gefið henni bendingu og játaði þar með brotið sem vatt all verulega upp á sig í viðureigninni frægu. 24. september 2018 13:30
Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. 10. september 2018 16:30
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30