Tekist á um deiliskipulag við Stekkjarbakka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2019 11:45 Sigurborg og Björn tókust á í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg. Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Borgarfulltrúarnir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir hjá Pírötum og Björn Gíslason hjá Sjálfstæðisflokknum tókust á um nýtt deiliskipulag við Elliðaárdalinn þar sem fyrirhuguð er 5000 fermetra gróðurhvelfing og önnur starfsemi við Stekkjarbakka suður af dalnum. Þau voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í dag. Á lóðinni við Stekkjarbakka eru fyrirhugaðar þrjár byggingar. Það er stór gróðurhvelfing með suðrænum gróðri og ýmis konar starfsemi, hús fyrir Garðyrkjufélag Íslands og þriðja byggingin verður með þjónustuíbúðir, sem verður búsetuúrræði fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þau Sigurborg og Björn voru mjög ósammála um fyrirhugað skipulag en meirihluti borgarráðs samþykkti skipulagið í byrjun mánaðarins. Fulltrúar Sjálstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins leggjast gegn áformum um fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu. Sigurborg byrjaði á að benda á að Elliðaárdalurinn væri að stórum hluta manngerður „enda skapaðist hann í kjölfar stíflunnar og annarra athafna mannsins“. Hún vildi álykta að Stekkjarbakki er uppi á bakkanum en ekki ofan í dalnum. Sigurborg sagði uppbygginguna koma til með að styðja við Elliðaárdalinn sem útivistarsvæði. Björn er algjörlega ósammála Sigurborgu og ályktar að svæðið er viðkvæmt í hugum margra. Hann segir skipulagið valda miklum umhverfisspjöllum og bendir á að þarna sé um að ræða 43.000 fermetra lóð sem verður fyrir raski. Honum þykir byggingarnar allt of stórar og bendir á umsögn Umhverfisstofnunar sem bendir á margt sem má betur fara í deiliskipulaginu Sigurborg segir að öllum umsögnum Umhverfisstofnunar hafi verið svarað og það sem þar kemur fram ýmist verið hrakið eða breytt. Björn kvaðst undrandi yfir því að lóðin hafi ekki farið í útboð. Hann vill kæra deiliskipulagið og segir það þurfa að fara í umhverfismat. Þá sagði hann ljósmengunina verða gríðarlega af þessu. „Þetta verður eins og kjarnorkuver í miðjum Elliðaárdalnum, umhverfisspjöllin verða svo mikil, þetta mun gnæfa yfir með mikilli ljósmengun og þetta nær yfir vatnasvið Elliðaánna og mér finnst það alveg forkastanlegt,“ sagði Björn. „Mér finnst þessi samanburður við kjarnorkuver algjörlega galinn, þetta er ekki umhverfisslys, það eru svo skýrar kvaðir í þessu deiliskipulagi um allan frágang,“ sagði Sigurborg. Þá benti hún að ljósmengunin væri lítils háttar og benti á mikla ljósmengun sem stafar af ljósastaurunum í Elliðaárdalnum núna. „Það mun vera mun minni ljósmengun af þessu en af þeim ljósastaurum sem eru þarna nú þegar,“ sagði Sigurborg.
Reykjavík Skipulag Sprengisandur Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira