Ósýnilega ógnin Davíð Þorláksson skrifar 17. júlí 2019 07:00 Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Filippseyjar Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir ályktun sína um Filippseyjar. Alþjóðasamfélagið getur ekki látið viðgangast að fólk sé myrt án dóms og laga vegna ætlaðra afbrota. Hversu margir af þeim sem hafa verið myrtir voru alls ekki sekir um afbrot? Hversu margir af þeim voru sjálfir fíklar sem voru neyddir út í afbrot vegna fíknar sinnar? Við vitum ekki svörin við þessum spurningum af því að það er ekki farið að reglum réttarríkisins. Það sem þarf til að stjórnvöld á Filippseyjum komist upp með þetta er að alþjóðasamfélagið láti þetta átölulaust og að þau njóti áfram lýðhylli heima fyrir. Margir íbúar á Filippseyjum eru kattsáttir og upplifa sig öruggari fyrir vikið. Í þeirri afstöðu felst mikil skammsýni. Í fyrsta lagi er það stríðið gegn fíkniefnum sem býr til fíkniefnabaróna, en steypir þeim ekki af stóli. Ef það væri litið á fíkn sem heilbrigðisvandamál, en ekki löggæsluvandamál (eða vígasveitavandamál í þessu tilfelli) þá væri rekstrargrundvöllur glæpagengjanna brostinn. Í öðru lagi þá vofir önnur og ósýnilegri ógn yfir íbúum Filippseyja ef reglur réttarríkisins gilda ekki lengur. Hversu langt er að bíða þar til stríðið gegn fíkniefnum verður útfært á önnur svið og þeir verða sjálfir ekki stjórnvöldum eða lýðnum þóknanlegir. Það mætti umorða hin fleygu orð Martins Niemöllers á þessa leið: Fyrst komu þeir og tóku fíkniefnasalann, en ég sagði ekkert því ég var ekki fíkniefnasali, og svo framvegis. Að lokum komu þeir og tóku mig og það var enginn eftir til að tala fyrir mína hönd.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar