Allt í uppnámi? Birna Lárusdóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Í upphafi árs 2013 samþykkti Alþingi 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hafði málefnið þá verið í meðförum þingsins í nær þrjá áratugi eða frá árinu 1985. Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum er í nýtingarflokki áætlunarinnar. Um það leyti sem rammaáætlun var að taka á sig endanlega mynd fyrir sex árum hafði þjóðþekktur baráttumaður fyrir náttúruvernd á orði að með áætluninni skapaðist „vitrænn og skipulegur farvegur“ til skoðanaskipta sem væri „grundvöllur siðaðs lýðræðisþjóðfélags“. Þessi orð rifjast upp í þeirri miklu og óvægnu orrahríð sem nú er háð gegn uppbyggingu Hvalárvirkjunar og þeim sem að henni standa. Baráttan gegn Hvalárvirkjun er um leið atlaga gegn brýnni innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Því er meðal annars lýst yfir af náttúruverndarsamtökum að einskis verði látið ófreistað til að stöðva virkjunaráformin. Helgar tilgangurinn mögulega öll meðul – bæði lögmæt og ólögmæt? Aðferðafræði þeirra sem hæst láta felst helst í skæðadrífu órökstuddra fullyrðinga og aðdróttana sem ítrekað er vitnað til sem algildra sanninda með tilheyrandi tilfinningahita. Slíkur hamagangur getur komið róti á hugi margra en verður seint talinn farsæll farvegur fyrir skoðanaskipti. Stærstu samtökin í þessum efnum, Landvernd, ganga síðan svo langt að saka virkjunaraðila um lögbrot. Það eru alvarlegar ásakanir. Rammaáætlun er málamiðlun þar sem saman eru vegnir heildarhagsmunir með landið allt undir smásjánni. Slíkum málamiðlunum getur verið erfitt að una en þær eru engu að síður grundvöllur í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Pólitíkin getur kollvarpað þeim og sett nýjar leikreglur. Meðan það er ekki gert er okkur skylt að hlíta þeim leikreglum sem hafa verið settar. Þeir sem hamast mest gegn Hvalárvirkjun mættu hafa það í huga að sé nýtingarflokkur rammaáætlunar að engu hafður er líklegt að hin mikilvæga vernd, sem í áætluninni felst, komist einnig í uppnám.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi árs 2013 samþykkti Alþingi 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hafði málefnið þá verið í meðförum þingsins í nær þrjá áratugi eða frá árinu 1985. Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum er í nýtingarflokki áætlunarinnar. Um það leyti sem rammaáætlun var að taka á sig endanlega mynd fyrir sex árum hafði þjóðþekktur baráttumaður fyrir náttúruvernd á orði að með áætluninni skapaðist „vitrænn og skipulegur farvegur“ til skoðanaskipta sem væri „grundvöllur siðaðs lýðræðisþjóðfélags“. Þessi orð rifjast upp í þeirri miklu og óvægnu orrahríð sem nú er háð gegn uppbyggingu Hvalárvirkjunar og þeim sem að henni standa. Baráttan gegn Hvalárvirkjun er um leið atlaga gegn brýnni innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Því er meðal annars lýst yfir af náttúruverndarsamtökum að einskis verði látið ófreistað til að stöðva virkjunaráformin. Helgar tilgangurinn mögulega öll meðul – bæði lögmæt og ólögmæt? Aðferðafræði þeirra sem hæst láta felst helst í skæðadrífu órökstuddra fullyrðinga og aðdróttana sem ítrekað er vitnað til sem algildra sanninda með tilheyrandi tilfinningahita. Slíkur hamagangur getur komið róti á hugi margra en verður seint talinn farsæll farvegur fyrir skoðanaskipti. Stærstu samtökin í þessum efnum, Landvernd, ganga síðan svo langt að saka virkjunaraðila um lögbrot. Það eru alvarlegar ásakanir. Rammaáætlun er málamiðlun þar sem saman eru vegnir heildarhagsmunir með landið allt undir smásjánni. Slíkum málamiðlunum getur verið erfitt að una en þær eru engu að síður grundvöllur í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Pólitíkin getur kollvarpað þeim og sett nýjar leikreglur. Meðan það er ekki gert er okkur skylt að hlíta þeim leikreglum sem hafa verið settar. Þeir sem hamast mest gegn Hvalárvirkjun mættu hafa það í huga að sé nýtingarflokkur rammaáætlunar að engu hafður er líklegt að hin mikilvæga vernd, sem í áætluninni felst, komist einnig í uppnám.Höfundur er upplýsingafulltrúi VesturVerks á Ísafirði
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar