Arnór Sveinn: Eins og Finnur Tómas hafi reynslu úr fyrra lífi Anton Ingi Leifsson skrifar 1. júlí 2019 12:45 Arnór í leik með KR fyrr í sumar. vísir/bára Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, varnarmaður KR, verður í eldlínunni í kvöld gegn sínum gömlu félögum í Breiðablik er liðin mætast í toppslag í Pepsi Max-deild karla. Fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum er KR á toppnum með 23 stig. Breiðablik er sæti neðar með stigi minna og það er ljóst að það er mikið undir í kvöld. „Þetta er leikur sem maður vill spila sem oftast. Þetta eru tvö lið í góðri stöðu sem hafa spilað vel og þannig viljum við hafa það,“ sagði Arnór Sveinn í samtali við Vísi í dag. Arnór Sveinn er uppalinn í Breiðablik en hann gekk í raðir KR árið 2017. Hann segir að með árunum verði tilfinningarnar ekki eins miklar og í fyrstu leikjunum gegn uppeldisfélaginu. „Það gerir þetta klárlega skemmtilegra að spila gegn gömlu félögunum. Ég var lengi í Breiðablik og er uppalinn þar. Ég er á þriðja árinu mínu í KR og þetta verða minna og minni tilfinningar eftir því sem árin líða. Nú líður manni eins og KR-ingi.“ Blikarnir hafa verið á fínu skriði, rétt eins og KR-ingar, en Arnór segir að Kópavogsliðið sé með öflugt sóknarlið og gott skipulag. „Við þurfum að vera með grunninn í lagi. Þessi áhersla á barátta og varnarleik þarf að vera í lagi og að vinna fyrir liðið. Það er ekkert öðruvísi með Blikana eða eitthvað annað lið.“ „Þeir eru gríðarlega hættulegir. Þeir eru með mikinn hraða og eru vel skipulagðir. Við þurfum fyrst og fremst að vera með einbeitinguna út allan leikinn.“Finnur Tómas í leik með KR gegn KA í sumar. Hann hefur verið frábær í sumar.vísir/báraSegir Beiti vera einstakan karakter Varnarleikur KR hefur verið til fyrirmyndar í sumar. Liðið hefur einungis fengið á sig tíu mörk í fyrstu tíu leikjunum og það er einungis Grindavík sem hefur fengið sig færri mörk, eða níu talsins. Grindvíkingar hafa þó spilað níu leiki en KR tíu. „Að vera aftast þegar liðið er að verjast svona vel, alveg frá fremsta manni til Beitis, er mjög gaman. Maður er háður því að liðið sé alveg að vinna á fullu en það er gaman þegar það er svoleiðis.“ Ein óvæntasta stjarna sumarsins er Beitir Ólafsson, markvörður KR, sem hefur verið algjörlega magnaður í sumar. Arnór segir að það sé auðvelt að samgleðjast Beiti. „Það er svo gaman þegar manni eins og Beiti, sem er svona mikill höfðingi og vinsæll í klefanum, gengur vel. Hann er einstakur karakter.“ Arnór Sveinn og hinn ungi, Finnur Tómas Pálmason, hafa myndað miðvarðapar KR í síðustu leikjum en Finnur Tómas er einungis átján ára gamall. Arnór segir að það sé unun að fylgjast með unga drengnum. „Finnur Tómas er leikmaður sem er ungur en það er eins og að hann hafi reynslu úr fyrra lífi. Það er mjög gaman að fylgjast með honum spila eins og hann sé reynslubolti,“ sagði Arnór. Hann sagði ekkert annað en þrjú stig koma til greina í kvöld. „Það er stefnt á þrjú stig. Það er ekkert flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
KR-ingar bretta upp ermar fyrir stórleik kvöldsins KR-ingar hafa útbúið auka aðstöðu fyrir áhorfendur fyrir stórleik kvöldsins á Meistaravöllum. 1. júlí 2019 08:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó