Simmi Vill orðinn talsmaður svína- og kjúklingabænda Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2019 13:00 Simmi Vill vill rétta hlut bænda sem hann segir nú hart sótt að. Hann mun fylgjast með umræðunni og ef eitthvað fer á milli mála mun hann grípa inní. Fjölmiðlamaðurinn Simmi Vill, eða Sigmar Vilhjálmsson fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Bændablaðið greinir frá þessu en félagið heitir FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.Ætlar að fylgjast með umræðunni og svara fyrir hönd bændaÍ Bændablaðinu segir að FESK sé ætlað að vera málsvari bænda á þessu sviði á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. „Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni,“ segir í blaðinu og er vísað til tilkynningar í því samhengi. Þar er jafnframt vitnað til Simma sjálfs. „Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra.“ Simmi segir hart sótt að bændum Simmi gerði garðinn frægan í fjölmiðlum á árum áður, var með útvarpsþátt á útvapsstöðinni Mónó ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni. Þeir slógu svo í gegn sem kynnar í íslensku útgáfunni af Idol-keppninni sem var á dagskrá Stöðvar 2. Þar voru þeir viðriðnir ýmsa dagskrárgerð, gerðu meðal annars sérstaka sjónvarpsþáttarröð um það þegar þeir stofnuðu Hamborgarafabrikkuna. Og færðu sig í kjölfarið báðir yfir í veitingageirann þar sem gustað hefur um þá, einkum athafnamanninn Sigmar. Simmi hefur svo vakið nokkra athygli að undanförnu meðal annars fyrir eindregnar skoðanir á 3. orkupakkanum, sem einmitt bændastéttin að meirihluta er afar mótfallin. Þá hefur hann viðrað umdeildar skoðanir á leiklestri í Borgarleikhúsinu og hvatt þá sem lakar eru settir að flytja bara út á land. Í Bændablaðinu er haft eftir Simma að hann vilji að um landbúnað sé rætt án sleggjudóma og fullyrðir að hart sé sótt að íslenskum landbúnaði úr ýmsum áttum. Fjölmiðlar Landbúnaður Samfélagsmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Sagði að það væri eins og fólk liti á búferlaflutninga út á land sem einhvern dauðadóm. 27. nóvember 2018 15:14 Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Vísir hleypur á hundavaði yfir margar af stærstu og áhugaverðustu viðskiptafréttum ársins. 20. desember 2018 09:00 Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni "Eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ 27. febrúar 2019 14:39 Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða, segir Sigmar Vilhjálmsson. 4. desember 2018 12:28 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Simmi Vill, eða Sigmar Vilhjálmsson fyrrum eigandi Hamborgarafabrikkunnar, hefur verið ráðinn talsmaður nýstofnaðs félags í eigu svínabænda, eggjabænda og kjúklingabænda. Bændablaðið greinir frá þessu en félagið heitir FESK og er meginmarkmið þess að stuðla að upplýstri og ábyrgri umræðu um landbúnað á Íslandi.Ætlar að fylgjast með umræðunni og svara fyrir hönd bændaÍ Bændablaðinu segir að FESK sé ætlað að vera málsvari bænda á þessu sviði á opinberum vettvangi og koma fram fyrir hönd félagsmanna. „Stofnendur FESK vonast til að starfsemi félagsins verði öflugur liðsauki í baráttu alls íslensks landbúnaðar fyrir tilveru sinni, enda samvinna og samheldni allra búgreina mikilvæg heildinni,“ segir í blaðinu og er vísað til tilkynningar í því samhengi. Þar er jafnframt vitnað til Simma sjálfs. „Í nútíma samfélagi er offramboð af upplýsingum og því miður eru upplýsingarnar oft harðsoðnar, stuttar og klipptar úr samhengi. Mitt hlutverk verður að létta á bændum með því að fylgjast með umræðunni og svara fyrir þá þætti sem FESK telur ekki nægilega skýra.“ Simmi segir hart sótt að bændum Simmi gerði garðinn frægan í fjölmiðlum á árum áður, var með útvarpsþátt á útvapsstöðinni Mónó ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni. Þeir slógu svo í gegn sem kynnar í íslensku útgáfunni af Idol-keppninni sem var á dagskrá Stöðvar 2. Þar voru þeir viðriðnir ýmsa dagskrárgerð, gerðu meðal annars sérstaka sjónvarpsþáttarröð um það þegar þeir stofnuðu Hamborgarafabrikkuna. Og færðu sig í kjölfarið báðir yfir í veitingageirann þar sem gustað hefur um þá, einkum athafnamanninn Sigmar. Simmi hefur svo vakið nokkra athygli að undanförnu meðal annars fyrir eindregnar skoðanir á 3. orkupakkanum, sem einmitt bændastéttin að meirihluta er afar mótfallin. Þá hefur hann viðrað umdeildar skoðanir á leiklestri í Borgarleikhúsinu og hvatt þá sem lakar eru settir að flytja bara út á land. Í Bændablaðinu er haft eftir Simma að hann vilji að um landbúnað sé rætt án sleggjudóma og fullyrðir að hart sé sótt að íslenskum landbúnaði úr ýmsum áttum.
Fjölmiðlar Landbúnaður Samfélagsmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Sagði að það væri eins og fólk liti á búferlaflutninga út á land sem einhvern dauðadóm. 27. nóvember 2018 15:14 Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Vísir hleypur á hundavaði yfir margar af stærstu og áhugaverðustu viðskiptafréttum ársins. 20. desember 2018 09:00 Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni "Eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ 27. febrúar 2019 14:39 Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða, segir Sigmar Vilhjálmsson. 4. desember 2018 12:28 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Sjá meira
Undrast að láglaunafólk flytji ekki úr borginni Sagði að það væri eins og fólk liti á búferlaflutninga út á land sem einhvern dauðadóm. 27. nóvember 2018 15:14
Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Vísir hleypur á hundavaði yfir margar af stærstu og áhugaverðustu viðskiptafréttum ársins. 20. desember 2018 09:00
Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni "Eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ 27. febrúar 2019 14:39
Fólkið sem hlustaði á upplesturinn í Borgarleikhúsinu eigi að skammast sín Ekki til eftirbreytni að hneygja sig á sviði eftir að hafa lesið upp hljóðupptökur sem skapað hafi mannlegan harmleik víða, segir Sigmar Vilhjálmsson. 4. desember 2018 12:28