Telja eldinn hafa komið upp í rafhlöðurými kafbátsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:39 Pútín forseti í Severomorsk-flotastöðinni í Múrmansk árið 2014. Kafbáturinn er sagður kominn þangað. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands. Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja Hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Rússnesk yfirvöld segja að eldurinn sem varð fjórtán mönnum úr áhöfn kafbáts að bana á mánudag hafi komið upp í rafhlöðurými um borð. Þau hafa nú í fyrsta skipti viðurkennt að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn en fullyrða að kjarnaofninn hafi ekki komist í tæri við eldinn. Takmarkaðar upplýsingar hafa verið gefnar upp um kafbátinn og áhöfnina sem fórst. Eldurinn kom upp á mánudag en rússnesk stjórnvöld opinberuðu ekki um að sjóliðar hefðu látið lífið fyrr en daginn eftir. Margir úr áhöfninni létust af völdum eiturgufa frá eldinum. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, segir að kafbáturinn hafi verið háleynilegur herkafbátur. Báturinn er kominn til hafnar í Severomorsk, bækistöðvum rússneska flotans í norðurhöfum í Múrmansk. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. „Kjarnorkueiningin um borð í bátnum var einangruð að fullu og enginn er í þeim hluta. Áhöfnin greip til allra nauðsynlegra ráðstafana til að verja eininguna og hún er fyllilega í starfhæfu ástandi. Þetta fær okkur til að vona að hægt verði að koma bátnum aftur í þjónustu innan skamms,“ sagði Shoigu við Vladímír Pútín forseta, að sögn stjórnvalda í Kreml. Áhöfnin hefur nú verið nafngreind en margir úr henni höfðu háa tign í sjóhernum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjóliðarnir voru allir frá Peterhof við Pétursborg. Einhverjir úr áhöfninni eru sagðir hafa lifað af. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hversu margir. Rússneskir fjölmiðlar halda því fram að kafbáturinn hafi verið af gerðinni AS-31 sem gjarnan er nefndur „Losharik“. Þeir geta kafað niður á um sex kílómetra dýpi. Rússnesk stjórnvöld hafa sagt að kafbáturinn hafi verið við rannsóknir á sjávarbotninum í Barentshafi innan efnahagslögsögu Rússlands.
Rússland Tengdar fréttir Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49 Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja Hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Fjórtán Rússar fórust þegar eldur kviknaði í kafbáti Fjórtán manna áhöfn rannsóknarkafbáts rússneska sjóhersins fórst af völdum eiturgufa sem losnuðu þegar eldur kom upp um borð. 2. júlí 2019 14:49
Rússar sakaðir um að hylma yfir kafbátaslys Fjórtán sjóliðar fórust þegar eldsvoði kom upp í kafbát á mánudag. Rússneskir fjölmiðlar gagnrýna þögn stjórnvalda og telja að kafbáturinn hafi verið kjarnorkuknúinn. 3. júlí 2019 12:33