Almenningur fái að skipa í stjórnir lífeyrissjóða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. júlí 2019 19:58 Fjármálaeftirlitið telur að afturköllun fulltrúaráðs VR um umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmann hafa gengið gegn gildandi samþykktum. Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar. Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið lítur svo á að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sé óbreytt þrátt fyrir að fulltrúaráð VR hafi afturkallað umboð stjórnarmanna. Málið gæti komið til frekari skoðunar haldi VR sinni ráðstöfun til streitu. Formaður VR segir að almenningur eigi að fá að skipa í stjórnir lífeyrissjóða. Fulltrúaráð VR ákvað í lok júní að afturkalla umboð fjögurra stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna úr vegna vaxtahækkunar. Á sama tíma var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Fjármálaeftirlitið telur þetta hafa gengið gegn gildandi samþykktum sjóðsins og viðurkennir því ekki nýja stjórn. „Við álitum að stjórnin sem var skipuð í mars síðastliðnum. Tilnefnd af tilnefningaraðilum sé enn stjórn sjóðsins og beri allar skyldur sem henni ber,“ segir Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME. Gjörningur sem þessi geti vegið að sjálfstæði stjórna lífeyrissjóða. VR getur þó enn afturkallað umboð stjórnarmannanna aftur í samræmi við reglur. Jón Þór segir að slíkt yrði þó tekið til skoðunar. „Við gætum túlkað það, ef slíkt yrði framkvæmt sem neikvæð áhrif á stjórnarhætti sjóðsins og þyrftum að taka það til skoðunar,“ segir Jón Þór. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ósáttur með vinnubrögð FME í málinu. „Málið er fyrst og fremst orðið farsakennt í mínum huga og í rauninni ótrúleg atbuðarrás sem er að eiga sér stað þar sem við hvorki brutum lög né reglum við að breyta þessari skipan,“ segir Ragnar. Fjármálaeftirlitið hefur beint því til allra lífeyrissjóða að endurskoða samþykktir varðandi tilnefningar og afturköllun á umboði stjórnarmanna vegna málsins. „Það er alveg ljóst í mínum huga að nú þarf almenningur að rísa upp og gera kröfu um stígi inní og sjóðsfélgarnir sjálfir kjósi í stjórnir lífeyrissjóða, vegna þess að það eru þeir sem eiga þessa peninga og hafa jafnvel ekkert um það að segja hvernig þeim er ráðstafað,“ segir Ragnar.
Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07 Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Segja aðgerðir VR vega að sjálfstæði stjórnar og góðum stjórnunarháttum Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér álit til stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þar kemur fram að Fjármálaeftirlitið líti svo á að stjórn lífeyrissjóðsins sitji enn þrátt fyrir tilraunir fulltrúaráðs VR til að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn. 3. júlí 2019 22:07
Tekist á um réttmæti ákvörðunar VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að fulltrúaráð félagsins í Lífeyrissjóði verzlunarmanna hafi verið í fullum rétti í að afturkalla umboð stjórnarmanna félagsins í lífeyrissjóðnum. Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að VR sé með ákvörðuninni að stunda pólitík og það sé óeðlilegt að verið sé að beina fyrirmælum til stjórnarmanna um hvernig reka eigi lífeyrissjóðinn. 23. júní 2019 12:00