Framkvæmdir dulbúnar sem rannsóknir Pétur Halldórsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar