Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 10:47 Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32