Fimleikafélagið: Gunnar vonast eftir að byrja að spila í júlí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2019 21:30 Gunnar Nielsen eftir aðgerðina skjáskot Gunnar Nielsen vonast eftir því að spila aftur fyrir FH í júlí eftir að hann handarbrotnaði í maí. Þetta kom fram í nýjasta þætti af Fimleikafélaginu. Fimleikafélagið er þáttaröð sem Freyr Árnason framleiðir þar sem skyggnst er bak við tjöldinn hjá FH og fókusinn aðallega settur á leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta. Í nýjasta þættinum fylgist Freyr með Gunnari Nielsen í gegnum endurhæfingarferlið. Gunnar handarbrotnaði í leik FH og KA þann 10. maí. Hann fór í aðgerð 15. maí og hefur verið í endurhæfingu síðan. Að eigin sögn er Gunnar farinn að geta flest allt nema spila í markinu. „Það verður erfitt að ná júní en allavega í júlí er ég að vonast til að geta spilað aftur,“ sagði Færeyingurinn um hvernig endurhæfingin gengur. Í þættinum er Gunnari fylgt eftir í vinnuna, hann ræðir um færeyska landsliðið og tímann þegar hann var hjá Manchester City. Þar lýsti hann því þegar allt var tilbúið undir það að hann færi í lán til Southampton í einn mánuð því þeim vantaði nauðsynlega markvörð. Hins vegar hafi City hætt við á síðustu stundu því Shay Given, markvörður City, meiddist. Þá var Gunnar látinn spila leik með varaliði City þetta sama kvöld og í þeim leik meiddist Gunnar og var frá næstu 18 mánuðina. „Þetta sýnir hvernig eitt augnablik ertu á leið til Southampton og svo breytist það og þú þarft að gera eitthvað annað og þá er maður bara meiddur í 18 mánuði.“ „Það getur allt breyst bara svona,“ sagði Gunnar og smellti fingrum. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.Klippa: Fimleikafélagið: Aðgerð og endurhæfing Gunnars Nielsen Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Gunnar Nielsen vonast eftir því að spila aftur fyrir FH í júlí eftir að hann handarbrotnaði í maí. Þetta kom fram í nýjasta þætti af Fimleikafélaginu. Fimleikafélagið er þáttaröð sem Freyr Árnason framleiðir þar sem skyggnst er bak við tjöldinn hjá FH og fókusinn aðallega settur á leikmenn meistaraflokks karla í fótbolta. Í nýjasta þættinum fylgist Freyr með Gunnari Nielsen í gegnum endurhæfingarferlið. Gunnar handarbrotnaði í leik FH og KA þann 10. maí. Hann fór í aðgerð 15. maí og hefur verið í endurhæfingu síðan. Að eigin sögn er Gunnar farinn að geta flest allt nema spila í markinu. „Það verður erfitt að ná júní en allavega í júlí er ég að vonast til að geta spilað aftur,“ sagði Færeyingurinn um hvernig endurhæfingin gengur. Í þættinum er Gunnari fylgt eftir í vinnuna, hann ræðir um færeyska landsliðið og tímann þegar hann var hjá Manchester City. Þar lýsti hann því þegar allt var tilbúið undir það að hann færi í lán til Southampton í einn mánuð því þeim vantaði nauðsynlega markvörð. Hins vegar hafi City hætt við á síðustu stundu því Shay Given, markvörður City, meiddist. Þá var Gunnar látinn spila leik með varaliði City þetta sama kvöld og í þeim leik meiddist Gunnar og var frá næstu 18 mánuðina. „Þetta sýnir hvernig eitt augnablik ertu á leið til Southampton og svo breytist það og þú þarft að gera eitthvað annað og þá er maður bara meiddur í 18 mánuði.“ „Það getur allt breyst bara svona,“ sagði Gunnar og smellti fingrum. Allan þáttinn má sjá hér að neðan.Klippa: Fimleikafélagið: Aðgerð og endurhæfing Gunnars Nielsen
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó