Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. júní 2019 12:31 Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. visir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur málþóf Miðflokksmanna vegna þriðja orkupakkans heppilegt fyrir ríkisstjórnina því vinna við fjármálaáætlun gangi ekki eftir áætlun. Þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segja þinglok í uppnámi því ekki sé hægt að treysta Miðflokknum. Farið var um víðan völl í þættinum Sprengisandi í morgun en þar sátu þingmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Til umræðu voru þinglok, sem ekki náðist samkomulag um fyrir helgina sem og fjármálaáætlun, sem stjórnarandstaðan telur í upplausn. Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum og heiðursmannasamkomulag sem ríkir um traust í samskiptum algerlega brotið af þeirra hálfu. Silja telur samkomulagið sem lagt var fram hafi ekki verið pappírsins virði. Sigmundur undirritaði samkomulagið en ritaði orðin: samkvæmt samtali fyrir aftan nafn sitt. „Menn treystu því ekki að þetta myndi halda. Miðflokkurinn hefur verið að fara fram á að það verði settur á sérstakur starfshópur á vegum Alþingis í sumar. Til þess að fara aftur yfir orkupakka þrjú. Þingið er búið að vera með málið í tíu ár, ríkisstjórnin er búin að vera með málið og fara vandlega yfir í marga mánuði, utanríkismálanefnd er búin að hafa málið til umfjöllunar. Eins og komið hefur fram mætti Miðflokkurinn lítið og illa á þá fundi og greinilega tók ekki nógu el eftir. Ég legg því til að Miðflokkurinn setji á sína eigin rannsóknarnefnd og kynni sér bara almennilega þessa orkupakka alla saman fyrst þau hafa ekkert verið að fylgjast með síðustu tíu ár,“ segir hún. Silja segir óforskammað af flokknum að fara fram á þetta. Umfjöllun málsins sé lokið. Þorsteinn, þingmaður Miðflokksins, blés á þetta og segir málið um orkupakkann ónýtt og nauðsynlegt að setja á rannsóknarnefnd. „Það var síðast í gær eða fyrra dag sem að komu fram fimm hæstaréttarlögmenn sem komu fram og sögðu þetta er ónýtt. Menn hlusta ekki, það er nefnilega plagsiður þessarar ríkisstjórnar. Hún hlustar ekki,“ segir hann. Þorsteinn bendir á að ríkisstjórnin hafi ekki hlustað á aðvaranir vegna fjármálastefnunnar í fyrra en talið er að halli fjármálaáætlunar verði um 35 milljarðar og er því verið að leggja til að breyta henni. Logi segir að ríkisstjórnin sé lítið skárri en stjórnarandstaðan. Augljós sundrung sé þar líka. „Þessi töf hefur verið dálítið heppileg fyrir ríkisstjórnina. Vegna þess að fjármálaáætlun er í fullkomnu uppnámi. Fyrir viku síðan var kynnt endurskoðuð fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði. Við bjuggumst við að fjárlaganefnd gæti farið að vinna úr þeim tillögum og kallað inn umsagnaraðila og farið að vinna úr þeim. En núna viku seinna, er enn ekkert tilbúið,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Miðflokkurinn Sprengisandur Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira