„Við erum ekki alveg nógu gamlir til að hætta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2019 09:15 Jakob og Guðmundur eru mættir aftur í veitingareksturinn eftir smá hlé. Mynd/Jakob Jakobsson „Já, ég gerði það með leyni um helgina,“ segir veitingamaðurinn Jakob Jakobsson, áður þekktur sem Jakob í Jómfrúnni, um hvort nýr veitingastaður hans og eiginmanns hans í Hveragerði, Matkráin, hafi opnað dyr sínar fyrir matargestum. Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður opnar í Hveragerði og hvað þá að tveir af reynslumestu veitingamönnum landsins séu við stjórnvölinn, þeir Jakob og Guðmundur Guðjónsson, sem saman ráku Jómfrúna í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur í tæp tuttugu ár. „Það er nú kannski vegna þess að Hveragerði og nærsveitir Reykjavíkur eru í mikilli sókn. Það er mikil uppbygging alls staðar í kringum Reykjavík, ekki síst í Hveragerði. Svo hef ég búið hér í sveit rétt utan Hveragerðis í áratugi. Það er aðalástæðan,“ segir Jakob um ástæður þess að Hveragerði hafi orðið fyrir valinu.Jakob og Guðmundur sáu sjálfir um að hanna útlit staðarins.Mynd/Jakob Jakobsson.„Vitandi af mikilli traffík borgarbúa í gegnum Hveragerði sem eiga hér sitt annað heimili í sveitunum. Það er Reykjadalurinn og þessi glæsilega sundlaug, hverasvæðið og bara bærinn sjálfur,“ segir Jakob um það sem trekkir borgarbúa sem og aðra að Hveragerði.Vildu eiga hverja einustu flís Þeir sem lagt hafa leið sína til Hveragerðis kannast ef til vill við húsið sem Matkránna má finna, Breiðamörk 10. Þar var um árabil ísbúð og ýmis konar annar rekstur en Jakob og Guðmundur fjárfestu í húsnæðinu skömmu eftir að þeir seldu Jómfrúna árið 2015. Í millitíðinni nutu þeir lífsins og ferðuðust en Jakob segist vera haldinn veiru sem hann losni ekki svo glatt við. Hún orsaki opnun Matkrárinnar. „Við erum ekki alveg nógu gamlir til að hætta. Ég kalla þetta að vera haldinn svona veitingaveiru. Hún kemur alltaf upp annað slagið. Hún drepur ekki en hún tekur á,“ segir Jakob. Þegar leigjendur húsnæðisins vildu nýverið frá að hverfa ákváðu Jakob og Guðmundur að stökkva til og hella sér aftur út í veitingareksturinn. „Það blundaði alltaf í okkur að opna veitingastað þar sem við ættum allt, frá hverri flís,“ segir Jakob en hann og Guðmundur sáu alfarið um hönnun á útliti veitingastaðarins. „Við horfum töluvert til skandinavískar hönnunar, sjöunda og áttunda áratugarins. Hér er mikil eik eins og var þá. Matseldina erum við líka að sækja í skandinavískar og norrænar hefðir,“ segir Jakob sem virðist vera ánægður með að vera í Hveragerði, fremur en í miðborginni líkt og áður, enda þrengir að veitingamönnum sem þar eru með rekstur.Fastagestir á Jómfrúnni munu líklega kannast við sig.Mynd/Jakob Jakobsson„Það er orðin mikil samkeppni og mjög dýrt allt umhverfi til rekstrar í miðborg Reykjavíkur. Veitingamenn með þessa veiru sem ég hef þeir vilja helst ekki að mest af hýrunni fari í húseigendur og slíkt,“ segir Jakob sem reyndar hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga húsnæðið þar sem hann er með veitingarekstur, fyrst með Jómfrúnni í Lækjargötu og nú í Hveragerði með Matkránni. Spáir ekkert í heimsendaspám Um þessar mundir berast helst fréttir af lokunum á hótelum og veitingastöðum, útlit er fyrir samdrátt í komu ferðamanna hingað til lands og því mun mögulega kreppa að víða í samfélaginu. Það hefur hins vegar ekki letjandi áhrif á Jakob og Guðmund. „Nei nei, ég hef aldrei pælt í svona spám. Þú bara gerir þitt besta og ef kúnninn þinn kemur oftar en einu sinni þá nægja mér Íslendingarnir,“ segir Jakob.En munu fastagestir Jómfrúarinnar kannast við matseðilinn á Matkránni? „Já, þeir munu gera það.“ Hveragerði Neytendur Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í Borgar 27. febrúar 2019 07:45 Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
„Já, ég gerði það með leyni um helgina,“ segir veitingamaðurinn Jakob Jakobsson, áður þekktur sem Jakob í Jómfrúnni, um hvort nýr veitingastaður hans og eiginmanns hans í Hveragerði, Matkráin, hafi opnað dyr sínar fyrir matargestum. Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður opnar í Hveragerði og hvað þá að tveir af reynslumestu veitingamönnum landsins séu við stjórnvölinn, þeir Jakob og Guðmundur Guðjónsson, sem saman ráku Jómfrúna í Lækjargötu í miðborg Reykjavíkur í tæp tuttugu ár. „Það er nú kannski vegna þess að Hveragerði og nærsveitir Reykjavíkur eru í mikilli sókn. Það er mikil uppbygging alls staðar í kringum Reykjavík, ekki síst í Hveragerði. Svo hef ég búið hér í sveit rétt utan Hveragerðis í áratugi. Það er aðalástæðan,“ segir Jakob um ástæður þess að Hveragerði hafi orðið fyrir valinu.Jakob og Guðmundur sáu sjálfir um að hanna útlit staðarins.Mynd/Jakob Jakobsson.„Vitandi af mikilli traffík borgarbúa í gegnum Hveragerði sem eiga hér sitt annað heimili í sveitunum. Það er Reykjadalurinn og þessi glæsilega sundlaug, hverasvæðið og bara bærinn sjálfur,“ segir Jakob um það sem trekkir borgarbúa sem og aðra að Hveragerði.Vildu eiga hverja einustu flís Þeir sem lagt hafa leið sína til Hveragerðis kannast ef til vill við húsið sem Matkránna má finna, Breiðamörk 10. Þar var um árabil ísbúð og ýmis konar annar rekstur en Jakob og Guðmundur fjárfestu í húsnæðinu skömmu eftir að þeir seldu Jómfrúna árið 2015. Í millitíðinni nutu þeir lífsins og ferðuðust en Jakob segist vera haldinn veiru sem hann losni ekki svo glatt við. Hún orsaki opnun Matkrárinnar. „Við erum ekki alveg nógu gamlir til að hætta. Ég kalla þetta að vera haldinn svona veitingaveiru. Hún kemur alltaf upp annað slagið. Hún drepur ekki en hún tekur á,“ segir Jakob. Þegar leigjendur húsnæðisins vildu nýverið frá að hverfa ákváðu Jakob og Guðmundur að stökkva til og hella sér aftur út í veitingareksturinn. „Það blundaði alltaf í okkur að opna veitingastað þar sem við ættum allt, frá hverri flís,“ segir Jakob en hann og Guðmundur sáu alfarið um hönnun á útliti veitingastaðarins. „Við horfum töluvert til skandinavískar hönnunar, sjöunda og áttunda áratugarins. Hér er mikil eik eins og var þá. Matseldina erum við líka að sækja í skandinavískar og norrænar hefðir,“ segir Jakob sem virðist vera ánægður með að vera í Hveragerði, fremur en í miðborginni líkt og áður, enda þrengir að veitingamönnum sem þar eru með rekstur.Fastagestir á Jómfrúnni munu líklega kannast við sig.Mynd/Jakob Jakobsson„Það er orðin mikil samkeppni og mjög dýrt allt umhverfi til rekstrar í miðborg Reykjavíkur. Veitingamenn með þessa veiru sem ég hef þeir vilja helst ekki að mest af hýrunni fari í húseigendur og slíkt,“ segir Jakob sem reyndar hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga húsnæðið þar sem hann er með veitingarekstur, fyrst með Jómfrúnni í Lækjargötu og nú í Hveragerði með Matkránni. Spáir ekkert í heimsendaspám Um þessar mundir berast helst fréttir af lokunum á hótelum og veitingastöðum, útlit er fyrir samdrátt í komu ferðamanna hingað til lands og því mun mögulega kreppa að víða í samfélaginu. Það hefur hins vegar ekki letjandi áhrif á Jakob og Guðmund. „Nei nei, ég hef aldrei pælt í svona spám. Þú bara gerir þitt besta og ef kúnninn þinn kemur oftar en einu sinni þá nægja mér Íslendingarnir,“ segir Jakob.En munu fastagestir Jómfrúarinnar kannast við matseðilinn á Matkránni? „Já, þeir munu gera það.“
Hveragerði Neytendur Veitingastaðir Vistaskipti Tengdar fréttir Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í Borgar 27. febrúar 2019 07:45 Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Erfiðleikar fá veitingamenn til að naga neglur Umtalsverður samdráttur var hjá mörgum veitingastöðum í miðborginni í fyrra. Fjöldi veitingastaða sem eru innan við eins árs eru til sölu. Eigendur Osushi hafa brugðið á það ráð að loka veitingastaðnum í Borgar 27. febrúar 2019 07:45
Fyrsta „smurbrauðsjómfrúin“ leggur svuntuna á hilluna Jakob yngri ætlar að efla reksturinn á Jómfrúnni. 26. ágúst 2015 20:22