Bretar segja rússnesk stjórnvöld þurfa að haga sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 08:00 Pútín vill hætta að tala um Skrípal. Nordicphotos/AFP Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Samband Bretlands og Rússlands batnar ekki nema rússnesk stjórnvöld breyti hegðun sinni. Þetta sagði upplýsingafulltrúi Theresu May, breska forsætisráðherrans, í gær. Samband ríkjanna hefur verið afar stirt að undanförnu og þá sérstaklega eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi rússneska gagnnjósnaranum Sergei Skrípal og dóttur hans í Salisbury á síðasta ári. „Við höfum verið afdráttarlaus og sagt að árásargirni og viðleitni Rússa til að skapa óreiðu grafi undan fullyrðingum þeirra um að ríkið geti verið ábyrgur samstarfsaðili,“ hafði Reuters eftir upplýsingafulltrúanum. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist fyrr í gær vona að næsti forsætisráðherra Bretlands, valinn í komandi leiðtogakjöri Íhaldsflokksins, gæti leyft sér að gleyma efnavopnaárásinni í Salisbury og þannig einbeitt sér að því að bæta sambandið. Rússar hafa frá upphafi neitað ábyrgð í málinu en Bretar og fleiri ríki vísuðu rússneskum erindrekum úr landi vegna Skrípal-árásarinnar. Tveir Rússar hafa verið ákærðir í Bretlandi fyrir morðtilraun vegna málsins. „Hnattræn vandamál sem tengjast sameiginlegum hagsmunum á sviði efnahags-, félags- og varnarmála eru mun mikilvægari en leikir leyniþjónusta. Ég tala hér sem sérfræðingur, trúið mér. Við þurfum að hætta að einbeita okkur að smámálum sem þessu og fara að ræða það sem raunverulega skiptir máli,“ sagði Pútín og tók fram að bætt samskipti væru góð fyrir þau hundruð breskra fyrirtækja sem hafa starfsemi í Rússlandi.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Rússland Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira