Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 10:49 Joe Biden og Kim Jong Un. Vísir/AP Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, „harðstjóra“. Korean Central News Agency, opinber fréttaveita ríkisins, kallar Biden fífldjarfan vitleysing sem skorti grunnstoðir þess að vera í raun mennskur.Tilefni þessara skrifa er að Biden gagnrýndi um helgina Donald Trump, forseta, fyrir að koma sér í mjúkin hjá „harðstjórum og einræðisherrum“ eins og Kim og Vladimir Putín, forseta Rússlands. Í grein KCNA segir að Biden hafi móðgað Kim og sé fáviti með lága greindarvísitölu. Þar segir einnig að það að Biden telji sig vinsælan forsetaframbjóðenda, þrátt fyrir heimsku hans, sé til þess fallið að fá „kött til að hlæja“. Hvað svo sem það þýðir. Þar er einnig rifjað upp að Biden virtist eitt sinn sofna yfir ræðu Barack Obama, forseta, og hann hafi fengið falleinkunn í háskóla vegna ritstuldar. Þar að auki hafi hann verið sakaður um að stela ræðu bresks stjórnmálamanns. Biden er einnig sakaður um að hafa komið illa og gróflega fram við konur. „Jafnvel bandarískir fjölmiðlar skopast að honum sem manni með sturlaða munnræpu og segja hann hafa gaman af því að halda ræður en meini ekki orð sín,“ segir í grein KCNA. „Það er auðvelt að ímynda sér stefnumál sem svo vitlaus maður myndi reyna að fá framgengt.“ Þar að auki segir einnig að Biden verði aldrei fyrirgefið fyrir orð hans um Kim Jong Un og að hann muni gjalda fyrir þau. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem KCNA, sem táknar í raun ummæli stjórnvalda Norður-Kóreu, talar með þessum hætti um aðila sem einræðisstjórn landsins telur andstæðinga sína. Trump var eitt sinn kallaður geðveill og elliær, Obama var kallaður api og Park Geun-hye, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu og fyrsta konan til að gegna því embætti, var eitt sinn kölluð vændiskona, samkvæmt AP fréttaveitunni.Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu, um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins, hafa átt sér stað undanfarna mánuði. Eftir að fundur Trump og Kim í febrúar skilaði engri niðurstöðu virðist þó sem viðræðurnar hafi staðnað. Þrátt fyrir það hefur Trump talað um að gott persónulegt samband hans og Kim muni leiða til niðurstöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Norður-Kórea Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira