SUS fagnar nýrri þungunarrofslöggjöf: Formaðurinn eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 22:03 Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu þegar atkvæðagreiðsla fór fram fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið fagnar nýsamþykktu þungunarrofsfrumvarpi. Frumvarpið, sem heimilar þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu, var samþykkt fyrr í mánuðinum. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem hallar á í samfélaginu. „Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra,“ segir í ályktun stjórnarinnar.Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis þegar atkvæðagreiðsla fór fram.Vísir/VilhelmFormaður flokksins eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en það voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þá tjáði Áslaug Arna sig um málið á Twitter þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Hún sagði málið vera viðkvæmt en þegar öllu væri á botninn hvolft væri enginn hæfari til þess að taka þessa ákvörðun en konan sjálf. Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og voru tveir þingmenn fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og dómsmálaráðherra sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.Sjá einnig: Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Þegar Bjarni gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann málið vera gríðarlega viðkvæmt en um leið mikilvægt. Við hvert álitamál sem hafi komið upp við frumvarpið hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. „Mér finnst að kvenfrelsið skipti gríðarlegu miklu máli og á að vera meginþráður í meðferð þessara mála. En mér finnst samt að kvenfrelsið trompi ekki hvert einasta annað álitamál sem upp kemur í þessum efnum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.Ályktun stjórnar SUS í heild sinni: Samband ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem styður rétt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um að enda þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra.Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um sitt eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem á hallar í samfélaginu. Vinna við frumvarpið hófst árið 2016 í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar í heilbrigðisráðuneytinu og er fagnaðarefni að því hafi verið fylgt eftir og sé nú orðið að lögum.Þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun og verður ekki einfaldari eftir því sem líður á meðgönguna. Ungir sjálfstæðismenn telja réttast að konan taki þessa ákvörðun sjálf. Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið fagnar nýsamþykktu þungunarrofsfrumvarpi. Frumvarpið, sem heimilar þungunarrof til loka 22. viku meðgöngu, var samþykkt fyrr í mánuðinum. Í ályktuninni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem hallar á í samfélaginu. „Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra,“ segir í ályktun stjórnarinnar.Stuðningsmenn frumvarpsins fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis þegar atkvæðagreiðsla fór fram.Vísir/VilhelmFormaður flokksins eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með frumvarpinu en það voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þá tjáði Áslaug Arna sig um málið á Twitter þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarpið. Hún sagði málið vera viðkvæmt en þegar öllu væri á botninn hvolft væri enginn hæfari til þess að taka þessa ákvörðun en konan sjálf. Frumvarp um þungunarrof samþykkt. Málið er snúið og viðkvæmt, en samt svo einfalt. Framkvæmdin er jafn löng og í dag en ákvörðunin verður aðeins konunnar. Engin er betur til þess fallin að taka svo erfiða ákvörðun en konan sjálf. Hennar líf, hennar líkami, hennar ákvörðun. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) May 13, 2019 Átta þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og voru tveir þingmenn fjarverandi, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og dómsmálaráðherra sem hafði þó lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, var eini ráðherrann sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.Sjá einnig: Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Þegar Bjarni gerði grein fyrir atkvæði sínu sagði hann málið vera gríðarlega viðkvæmt en um leið mikilvægt. Við hvert álitamál sem hafi komið upp við frumvarpið hafi svarið alltaf verið kvenfrelsi. „Mér finnst að kvenfrelsið skipti gríðarlegu miklu máli og á að vera meginþráður í meðferð þessara mála. En mér finnst samt að kvenfrelsið trompi ekki hvert einasta annað álitamál sem upp kemur í þessum efnum,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.Ályktun stjórnar SUS í heild sinni: Samband ungra sjálfstæðismanna(SUS) fagnar nýsamþykktu frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof sem styður rétt kvenna til að taka sjálfar ákvörðun um að enda þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Sérstaklega ber að hrósa þeim þingmönnum sem stóðu með þessu mikilvæga máli og festu í sessi sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Sú ákvörðun á skilyrðislaust heima hjá konunni sjálfri án aðkomu annarra.Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið vörð um rétt einstaklinga til að bera ábyrgð og taka ákvörðun um sitt eigið líf og oft leitt réttindabaráttu hópa sem á hallar í samfélaginu. Vinna við frumvarpið hófst árið 2016 í tíð Kristjáns Þórs Júlíussonar í heilbrigðisráðuneytinu og er fagnaðarefni að því hafi verið fylgt eftir og sé nú orðið að lögum.Þungunarrof er aldrei auðveld ákvörðun og verður ekki einfaldari eftir því sem líður á meðgönguna. Ungir sjálfstæðismenn telja réttast að konan taki þessa ákvörðun sjálf.
Alþingi Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57 Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10 Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. 9. maí 2019 07:57
Heilbrigðisráðherra fagnar en fyrrverandi þingmaður segir húrrahrópin dynja í eyrum Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að mjög langþráð skref hafi verið stigið í kvenréttindabaráttunni á Íslandi með samþykkt frumvarps hennar um þungunarrof á Alþingi í kvöld. 13. maí 2019 21:10
Lilja gefur ekki upp afstöðu til þungunarrofs Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vill ekki gefa upp afstöðu sína til þungunarrofsfrumvarpsins sem samþykkt var í fyrradag þar sem konum er gert kleift að rjúfa þungun á 22. viku meðgöngu. 15. maí 2019 06:15