Samantekt á þriðju viku Lenovo deildarinnar Samúel Ólason skrifar 13. maí 2019 16:35 Á sunnudaginn kláraðist þriðja vika Lenovo Deildarinnar, fjórir leikir voru spilaðir á sunnudaginn, tveir í League of Legends og tveir í Counter-Strike: Global Offensive. Leikir sunnudagsins voru æsispennandi og þá sérstaklega viðureign KR og Tropadeleet í CS:GO sem fór í tvöfalda framlengingu. Lenovo Deildin er í beinni alla miðvikudaga kl: 19:30, fimmtudaga kl: 19:30 og Sunnudaga kl: 17:00. Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).Sjá einnig: Skyggnst á bakvið tjöldin í Lenovo deildinniLeikur 1 - League of Legends - Old Dogs v Kings Fyrsti leikur sunnudagsins var leikur Old Dogs og Kings í League of Legends. Fyrir leikinn sátu bæði liðin á botninum á deildinni, Kings með engan sigur og Old Dogs aðeins með einn sigur á móti Kings. Það var því tækifæri fyrir Kings til að jafna metin á neðri hluta töflunnar og koma sér úr fallhættu í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan.Leikur 2 - League of Legends - Frozt v Dusty Næsti leikur sunnudagsins var toppbaráttan í deildinni en með þessum leik áttu Dusty tækifæri á að jafna metin á toppnum en fram að þessu voru Frozt ósigraðir og Dusty aðeins búnir að tapa leiknum sínum við Frozt. Það var því til mikils að vinna fyrir Dusty í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 3 - Counter-Strike: Global Offensive - Tropadeleet v KR Næst á dagskrá var Counter-Strike en fyrsti leikur dagsins var á milli KR sem fyrir leikinn voru í öðru sæti í deildinni og Tropadeleet sem voru jafnir í neðsta sæti deildarinnar og áttu færi á að koma sér frá fallsætinu, þetta var því algjör skyldusigur fyrir Tropadeleet. Leikurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu og fór í tvöfalda framlengingu. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 4 - Counter-Strike: Global Offensive - Fylkir v HaFiÐ Fylkir sem verma botnsætið í deildinni mættu Hafinu sem voru ósigraðir og hafa hingað til verið óstöðvandi. Fylkir náðu fyrsta sigri sínum fyrr í vikunni og vildu halda þeirri sigurgöngu gangandi. Hægt er að sjá allt það helsta og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Á sunnudaginn kláraðist þriðja vika Lenovo Deildarinnar, fjórir leikir voru spilaðir á sunnudaginn, tveir í League of Legends og tveir í Counter-Strike: Global Offensive. Leikir sunnudagsins voru æsispennandi og þá sérstaklega viðureign KR og Tropadeleet í CS:GO sem fór í tvöfalda framlengingu. Lenovo Deildin er í beinni alla miðvikudaga kl: 19:30, fimmtudaga kl: 19:30 og Sunnudaga kl: 17:00. Stöðuna í deildinni má svo sjá hér (Counter-Strike) og hér (League of Legends).Sjá einnig: Skyggnst á bakvið tjöldin í Lenovo deildinniLeikur 1 - League of Legends - Old Dogs v Kings Fyrsti leikur sunnudagsins var leikur Old Dogs og Kings í League of Legends. Fyrir leikinn sátu bæði liðin á botninum á deildinni, Kings með engan sigur og Old Dogs aðeins með einn sigur á móti Kings. Það var því tækifæri fyrir Kings til að jafna metin á neðri hluta töflunnar og koma sér úr fallhættu í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan.Leikur 2 - League of Legends - Frozt v Dusty Næsti leikur sunnudagsins var toppbaráttan í deildinni en með þessum leik áttu Dusty tækifæri á að jafna metin á toppnum en fram að þessu voru Frozt ósigraðir og Dusty aðeins búnir að tapa leiknum sínum við Frozt. Það var því til mikils að vinna fyrir Dusty í þessum leik. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 3 - Counter-Strike: Global Offensive - Tropadeleet v KR Næst á dagskrá var Counter-Strike en fyrsti leikur dagsins var á milli KR sem fyrir leikinn voru í öðru sæti í deildinni og Tropadeleet sem voru jafnir í neðsta sæti deildarinnar og áttu færi á að koma sér frá fallsætinu, þetta var því algjör skyldusigur fyrir Tropadeleet. Leikurinn stóð svo sannarlega fyrir sínu og fór í tvöfalda framlengingu. Hægt er að sjá allan hasarinn og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér að neðan. Leikur 4 - Counter-Strike: Global Offensive - Fylkir v HaFiÐ Fylkir sem verma botnsætið í deildinni mættu Hafinu sem voru ósigraðir og hafa hingað til verið óstöðvandi. Fylkir náðu fyrsta sigri sínum fyrr í vikunni og vildu halda þeirri sigurgöngu gangandi. Hægt er að sjá allt það helsta og úrslitin úr leiknum í myndbandinu hér fyrir neðan.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira