Ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:00 Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt, segir Hildur Arna Gunnarsdóttir safnvörður. Fréttablaðið/Stefán Sýning á brjóstmyndum Einars Jónssonar verður opnuð í listasafni hans á Skólavörðuholti í dag, laugardaginn 18. maí, sem er Alþjóðlegi safnadagurinn. Frítt er á sýninguna þennan dag í tilefni dagsins. Í geymslu Listasafns Einars Jónssonar eru varðveittar á fjórða tug afsteypa af brjóstmyndum hans og nú er hluti þeirra kominn á sýningu í safninu. Hildur Arna Gunnarsdóttir er safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar. „Hvatinn að þessari sýningu er sá að í desember síðastliðnum fengum við hringingu frá lífeyrissjóðnum Birtu sem bauð okkur að gjöf verk sem þar var í geymslu. Þetta var bronssteypt brjóstmynd af Georgíu Björnsson, eiginkonu Sveins Björnssonar og fyrstu forsetafrú Íslands. Við skoðuðum verkið og í ljós kom að við áttum gifsafsteypu af því í geymslu en merking með nafni fyrirmyndarinnar hafði fallið af og verkið var því merkt sem óþekkt kona, sem hún var svo sannarlega ekki,“ segir hún. „Við fórum þá að skoða og rannsaka þær brjóstmyndir sem við áttum og fannst ástæða til að setja þær á sýningu.“Sýning í gamla eldhúsinu Hildur Arna segir Einar hafa verið ótrúlega afkastamikinn listamann. „Hann vann við að skapa eigin listaverk en gerði einnig brjóstmyndir eftir pöntun til að eiga fyrir salti í grautinn og einnig mótaði hann fólk sem honum var kært. Þarna er á ferð ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð. Í verkum sínum notaði Einar sjaldnast fyrirmyndir, þótt einhver dæmi finnist um það. Andlitin í verkum hans eru klassísk og hans eigin sköpun. Þannig var það auðvitað ekki í brjóstmyndagerðinni þar sem hann var með raunverulegar fyrirmyndir. Hann var ótrúlega næmur brjóstmyndasmiður, það er svo raunsær fínleiki, fegurð og mikið líf í þeim verkum. Við vildum sýna þessar myndir en getum ekki sýnt þær allar því hér í safninu er pláss af skornum skammti. Við völdum því fjórtán brjóstmyndir til að setja á sýninguna. Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt en þó var ekki hægt að sleppa ákveðnum persónum sem léku stórt hlutverk í lífi og list Einars og studdu hann til dæmis við byggingu safnsins. Sýningin er sett upp á jarðhæð í gamla eldhúsi hússins þar sem brjóstmyndirnar voru til sýnis í tíð listamannsins.“Tvær af brjóstmyndunum sem eru á sýningunni.Óskað eftir aðstoð gesta Brjóstmyndirnar á sýningunni eru af þekktu fólki. „Þær eru af Sveini Björnssyni forseta og Georgíu konu hans, Bjarna frá Vogi alþingismanni og Guðmundi Finnbogasyni en þau voru öll miklir velgjörðarmenn Einars. Þarna er sjálfsmynd af Einari og mynd af bróður hans, Bjarna Jónssyni sem var kallaður Bíó-Bjarni og var þekktur athafnamaður. Sömuleiðis brjóstmyndir af Indriða Einarssyni skáldi, Sigurði Jónssyni skáldi frá Arnarvatni, Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi, Samúel Ólafssyni söðlasmiði, Birni Kristjánssyni kaupmanni og alþingismanni, Jónasi frá Hriflu, Sveini Sigurðssyni ritstjóra og svo er einn sem við eigum eftir að bera kennsl á og vonumst til að gestir geti aðstoðað okkur við það á sýningunni,“ segir Hildur Arna. Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
Sýning á brjóstmyndum Einars Jónssonar verður opnuð í listasafni hans á Skólavörðuholti í dag, laugardaginn 18. maí, sem er Alþjóðlegi safnadagurinn. Frítt er á sýninguna þennan dag í tilefni dagsins. Í geymslu Listasafns Einars Jónssonar eru varðveittar á fjórða tug afsteypa af brjóstmyndum hans og nú er hluti þeirra kominn á sýningu í safninu. Hildur Arna Gunnarsdóttir er safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar. „Hvatinn að þessari sýningu er sá að í desember síðastliðnum fengum við hringingu frá lífeyrissjóðnum Birtu sem bauð okkur að gjöf verk sem þar var í geymslu. Þetta var bronssteypt brjóstmynd af Georgíu Björnsson, eiginkonu Sveins Björnssonar og fyrstu forsetafrú Íslands. Við skoðuðum verkið og í ljós kom að við áttum gifsafsteypu af því í geymslu en merking með nafni fyrirmyndarinnar hafði fallið af og verkið var því merkt sem óþekkt kona, sem hún var svo sannarlega ekki,“ segir hún. „Við fórum þá að skoða og rannsaka þær brjóstmyndir sem við áttum og fannst ástæða til að setja þær á sýningu.“Sýning í gamla eldhúsinu Hildur Arna segir Einar hafa verið ótrúlega afkastamikinn listamann. „Hann vann við að skapa eigin listaverk en gerði einnig brjóstmyndir eftir pöntun til að eiga fyrir salti í grautinn og einnig mótaði hann fólk sem honum var kært. Þarna er á ferð ótrúlega fögur brjóstmyndasmíð. Í verkum sínum notaði Einar sjaldnast fyrirmyndir, þótt einhver dæmi finnist um það. Andlitin í verkum hans eru klassísk og hans eigin sköpun. Þannig var það auðvitað ekki í brjóstmyndagerðinni þar sem hann var með raunverulegar fyrirmyndir. Hann var ótrúlega næmur brjóstmyndasmiður, það er svo raunsær fínleiki, fegurð og mikið líf í þeim verkum. Við vildum sýna þessar myndir en getum ekki sýnt þær allar því hér í safninu er pláss af skornum skammti. Við völdum því fjórtán brjóstmyndir til að setja á sýninguna. Fyrst og fremst var valið fagurfræðilegt en þó var ekki hægt að sleppa ákveðnum persónum sem léku stórt hlutverk í lífi og list Einars og studdu hann til dæmis við byggingu safnsins. Sýningin er sett upp á jarðhæð í gamla eldhúsi hússins þar sem brjóstmyndirnar voru til sýnis í tíð listamannsins.“Tvær af brjóstmyndunum sem eru á sýningunni.Óskað eftir aðstoð gesta Brjóstmyndirnar á sýningunni eru af þekktu fólki. „Þær eru af Sveini Björnssyni forseta og Georgíu konu hans, Bjarna frá Vogi alþingismanni og Guðmundi Finnbogasyni en þau voru öll miklir velgjörðarmenn Einars. Þarna er sjálfsmynd af Einari og mynd af bróður hans, Bjarna Jónssyni sem var kallaður Bíó-Bjarni og var þekktur athafnamaður. Sömuleiðis brjóstmyndir af Indriða Einarssyni skáldi, Sigurði Jónssyni skáldi frá Arnarvatni, Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi, Samúel Ólafssyni söðlasmiði, Birni Kristjánssyni kaupmanni og alþingismanni, Jónasi frá Hriflu, Sveini Sigurðssyni ritstjóra og svo er einn sem við eigum eftir að bera kennsl á og vonumst til að gestir geti aðstoðað okkur við það á sýningunni,“ segir Hildur Arna.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Myndlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira