Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 19:20 Söngvararnir tveir fyrir fyrstu æfingu sveitarinnar í Ísrael í gær. Andreas Putting/EBU Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan. Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Klemens Nikulásson Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara, segjast finna fyrir aðskilnaðarstefnu sem að ríki í Ísrael og Palestínu. Þetta sögðu þeir í viðtali við Eurovision-miðilinn wiwibloggs í gær. Þeir eru staddir í Tel Aviv um þessar mundir, þar sem þeir taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. „Við erum á báðum áttum með þátttöku okkar í Eurovision en mér finnst að sem þátttakendur höfum við valdið til þess að benda á fáránleikann við að halda keppni sem þessa, sem er falleg og stofnuð í anda einingar og friðar, og hafa hana í landi sem er örum sett vegna átaka og sundrungar,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara, í samtali við wiwibloggs. „Í gær fórum við til Hebron, sem er palestínsk borg. Við vorum með palestínskan leiðsögumann sem fór með okkur um svæðið. Þarna eru götur sem við skoðuðum, svokallaðar „draugagötur,“ þar sem öllum palestínskum rekstri hefur verið hætt. Aðskilnaðarstefnan er greinileg, því Palestínufólki er ekki hleypt inn í þessar draugagötur,“ sagði Klemens Nikulásson Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar. Matthías bætti því við að hernám Ísraela í Palestínu hefði fleiri en eina birtingarmynd og benti því til stuðnings á ástandið á Gaza-ströndinni. Í fyrradag var hundruðum eldflauga skotið á milli landamæra Palestínu og Ísraels. Alls létust þrír í árásunum, einn ísraelskur borgari og tveir palestínskir. „Þessi pólitíski raunveruleiki er mjög ósamhljóða og fáránlegur. Aðskilnaðurinn í Hebron var deginum ljósari,“ sagði Matthías. Klemens sagði Hatara trúa því að sveitin sé fær um að notfæra sér dagskrárvaldið sem fæst með þátttöku í Eurovision til þess að beina athygli fólks að ástandinu í Ísrael og Palestínu. Viðtalið við söngvarana tvo má sjá hér að neðan.
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19 Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09 Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
Samið um vopnahlé á Gaza Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. 6. maí 2019 07:19
Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu 150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið 4. maí 2019 17:09
Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést. 5. maí 2019 07:57