Segist ekki hafa orðið var við að farangur farþega hafi tafið rýmingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2019 14:22 Frá vettvangi slyssins. Mynd/skjáskot Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða. Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Maðurinn sem segist hafa komist síðastur út af þeim sem sluppu lifandi frá flugslysinu á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu er flugvél Aeroflot brann eftir harkalega lendingu segist ekki hafa orðið var við það að farþegar hafi tafið rýmingu flugvélarinnar með því að grípa farangur sinn með sér á útleið. Þetta kemur fram í viðtali við hinn 35 ára gamla Oleg Malchanov, einn af þeim 33 farþegum vélarinnar sem sluppu lifandi frá flugslysinu. 41 lést er flugvélin brann á flugvellinum skömmu eftir lendingu. Myndbönd frá flugslysinu sýna hvernig farþegar komust naumlega út úr brennandi flugvélinni og má sjá að sumir þeirra halda á handfarangri. Reglur flugfélaga gefa hins vegar skýrt til kynna að komi upp neyðartilvik og rýma þurfi flugvél megi ekki taka með sér handfarangur.Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað um að mögulega hafi farþegar tafið rýmingu flugvélarinnar með því að taka með sér farangur, en Malchanov segist ekki hafa orðið var við það. „Ég get ekki sagt mikið um farangurinn sem allir eru að tala um. Hann var klárlega ekki fyrir mér,“ sagði Malchanov. Í viðtali við rússneska fjölmiðla lýsir hann því hvernig hann hafi upplifað flugið, brotlendinguna og rýminguna.„Það kom enginn á eftir mér“ Talið er að eldingu hafi lostið í flugvélina sem varð til þess að flugmennirnir hafi tekið ákvörðun um að lenda vélinni. Segir Malchanov vel hafa orðið var við eldinguna og skömmu síðar hafi flugmennirnir sagt ætla að lenda vélinni vegna „tæknilegrar bilunar.“Sjá má á myndböndum að flugvélinni er lent á miklum hraða og við það virðist lendingarbúnaður vélarinnar hafa brotnað og eldur braust í kjölfarið út. Malchanov segir eldinn hafa breiðst hratt út.„Þegar vélin stoppaði ýtti ég konunni minni áfram, það var enginn tími til að ræða saman. Gluggarnir voru að bráðna,“ sagði Malchanov.Hann hafi fundið að hann væri að missa meðvitund en tekist að skríða á gólfinu að flugstjórnarklefanum áður en hann yfirgaf flugvélina.„Ég var sá síðasti sem fór út. Það kom enginn á eftir mér.“Rannsókn á flugslysinu stendur yfir en rússneskirfjölmiðlar hafa greint frá því að rannsókn yfirvaldabeinist einkum að því að flugmennirnir hafi gert röð mistaka sem hafi gert það að verkum að svo fór sem fór.Í fyrsta lagi hafi flugmennirnir ekki átt að leggja af stað til að byrja með miðað við veðuraðstæður auk þess sem að þeir hafi frekar átt að hringsóla yfir flugvellinum í einhvern tíma til þess brenna eldsneyti í stað þess að lenda með nær fulla tanka. Vélin hafi því verið of þung í lendingunni auk þess sem að vélinni hafi verið lent á of miklum hraða.
Fréttir af flugi Rússland Samgönguslys Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08
Segja eldingu hafa lostið niður í rússnesku vélina Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki staðfest frásagnir farþega og áhafnarmeðlima. 6. maí 2019 21:10