Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs Kolbeinn Tumi Daðason og Sighvatur Jónsson skrifa 30. apríl 2019 12:00 Nýr Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. Björgvin segir að ríkið hafi krafist endurgreiðslu á um 85% af fjórum milljörðum króna sem var heildarkostnaður framkvæmdanna. Björgvin segir að í næstu viku hefjist undirbúningur að sölu nýs Herjólfs. „Þegar þeir eru búnir að fá peningana sína til baka þá er hann ekkert lengur í eigu Íslendinga,“ segir Björgvin. Hann segir að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi komið skipasmíðastöðinni á óvart. „Já, þetta kom okkur öllum verulega á óvart. Við héldum að menn væru á lokametrunum að ná þessu saman.“ Maciej Lisowski, fulltrúi Crist sem fundaði með samgönguráðherra í Reykjavík á föstudaginn, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að mögulega væri von á yfirlýsingu frá skipasmíðastöðinni í dag.Vegagerðin átti ekki annan kost G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist. Vegagerðin hafi hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. „Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í skriflegu svari frá G. Pétri við fyrirspurn fréttastofu. Að neðan má sjá nýlegt kynningarmyndband Crist af nýjum Herjólfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00 Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina. Björgvin segir að ríkið hafi krafist endurgreiðslu á um 85% af fjórum milljörðum króna sem var heildarkostnaður framkvæmdanna. Björgvin segir að í næstu viku hefjist undirbúningur að sölu nýs Herjólfs. „Þegar þeir eru búnir að fá peningana sína til baka þá er hann ekkert lengur í eigu Íslendinga,“ segir Björgvin. Hann segir að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi komið skipasmíðastöðinni á óvart. „Já, þetta kom okkur öllum verulega á óvart. Við héldum að menn væru á lokametrunum að ná þessu saman.“ Maciej Lisowski, fulltrúi Crist sem fundaði með samgönguráðherra í Reykjavík á föstudaginn, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann sagði að mögulega væri von á yfirlýsingu frá skipasmíðastöðinni í dag.Vegagerðin átti ekki annan kost G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að Vegagerðin hafi ekki rift samningnum við skipasmíðastöðina Crist. Vegagerðin hafi hins vegar innkallað bankaábyrgðir sem annars myndu renna út í dag og höfðu ekki verið framlengdar. „Í dag kemur í ljós hvort skipasmíðastöðin framlengir ábyrgðirnar en viðræður við þá eru í gangi og ekki hægt að tjá sig um gang mála í þeim. Vegagerðin átti engan annan kost en innköllun ábyrgða til að tryggja stöðu sína,“ segir í skriflegu svari frá G. Pétri við fyrirspurn fréttastofu. Að neðan má sjá nýlegt kynningarmyndband Crist af nýjum Herjólfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00 Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00 Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15 Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Skipasmíðastöðin kynnir nýjan Herjólf til leiks í dramatísku myndbandi Hinn nýji Herjólfur er hinn glæsilegasti ef marka má myndband sem pólska skipasmíðastöðin Crist S.A sendi frá sér fyrr í mánuðinum. 30. apríl 2019 11:00
Samgönguráðherra ræddi við fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar vegna nýs Herjólfs Samgönguráðherra ræddi á föstudag við fulltrúa pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist um afhendingu nýs Herjólfs á fundi í samgönguráðuneytinu. Auk ráðherra og fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar sat sendiherra Póllands á Íslandi fundinn. 29. apríl 2019 12:00
Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. 23. apríl 2019 11:15
Pólski sendiherrann vonar að nýr Herjólfur verði afhentur í næsta mánuði Pólski sendiherrann á Íslandi vonar að nýr Herjólfur verði afhentur Vegagerðinni í næsta mánuði. Hann hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar hjá samgönguráðherra fyrir helgi. Ráðherra segist hafa hvatt til þess að skipasmíðastöðin og Vegagerðin næðu saman sem fyrst svo afhenda megi skipið. 29. apríl 2019 20:00